Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 37

Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 37
STARF FYRIR SJÚKA 83 ins, kunnáttumannsins. Vér verðum að taka þeirri staðreynd, að vér erum lítils og jafnvel einskis virði á því sviði. En þess, sem af oss er krafizt, er að létta sjúklingnum stríðið, kvölina, sem sezt að í sál hans, lægja baráttuöflin og gera honum allt bærilegra, hvað snertir hans hugsana- og tilfinningalíf, og stemma geðhrif hans að öruggum ósi jafnvægis og öryggis, svo að hann verði sáttur við lífið, Guð og menn, í hvaða efni sem komið er heilsu hans, og þó að ekkert sé fram undan, nema hið eina og óhjákvæmilega. En þetta er líka mikill vandi, sem aldrei getur orðið neinn utanbókarlærdómur, ekkert sem fer eftir ákveðnum reglum eða föstu formi, ekkert sem á skilt við handverk, en byggist fyrst og fremst á innsæi, sem Drottinn hefir gætt lífi samúð- arinnar, kærleikans og skilningsins, er byggist á trú og ein- lægum huga að vera þjónar hans, sem alla hluti hefir gjört og hefir allt í hendi sinni. Og þetta innsæi verður að auðgast og þroskast með hjálp trúarinnar og bænarinnar og þess, sem jafnframt er lagt vegna starfsins upp í hendur mannanna frá ómuna tíð, öllum þeim, sem þjónar vilja vera, og þá ekki sízt prestunum, en það er mann- þekking. Mannþekking fæst í starfi — í því að umgangast menn, kynnast þeim og vilja þeim vel, og hún skýrist og kemur að hagkvæmara gagni, ef vér tileinkum oss jafnframt aðstoð sálvísindanna, og þá einkum, er snertir hið praktiska svið hennar. í þeim efnum verðum vér þá einkum að gera oss ljóst, að skapgerð manna er harla ólík og sama aðferðin á ekki við alla, og að líkamsbyggingin getur jafnvel verið oss ofurlítið leiðarljós, upplag, uppeldi, lífskjör og lífsreynsla, sömuleiðis og nauðsynleg kynni. Skapgerðareinkenni manna koma ávallt eitthvað í ljós og skal það ekkert rakið nú, en allir vitum vér, að sumir eru fljótir og hrífast, og megum vér þá einnig oft gera ráð fyrir, að skjót hrifning getur fljótt dottið niður, sömuleiðis, að aðrir eru seinir til en sterkir og einbeittir, þegar þeir hafa sannfærzt að fullu. En það, sem vér fyrst og fremst skulum hafa hugfast, er vér viljum telja kjark og þrótt í sjúka menn og vitanlega aðra og viljum létta þeim lífsstríð °g það, sem á þá sækir, að gera það af víðsýni innsæisins °g ekki reyna að steypa þá í eitthvert sérstakt form, vort

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.