Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 38
84
KIRKJURITIÐ
eigið til dæmis, heldur vísa þeim veginn, að það eins og komi
af sjálfu sér og innan að frá þeim sjálfum, hvert og hvernig
stefna beri. Hver maður verður að vera eins og hann er gerður.
Fari hann að reyna að verða einhver annar, er voðinn vís.
Hver maður er sjálfstæður persónuleiki, sem væntir og þarf
stuðnings meðbræðra sinna, en hann fá þeir ekki nema þeir
njóti skilnings þeirra og viðurkenningar. Vitanlega geta þeir
játað sama sannleikann í trúmálum, en tjáning hverrar sálar
verður hver með sín séreinkenni samt sem áður og fer það
eftir því, sem ég sagði áðan, að það hlýtur fyrst og fremst
að byggjast á skapgerð, uppeldi, lífskjörum og lífsreynslu og
þar fram eftir götunum.
í strjálbýli sveitanna er hægara að fylgjast með líðan hinna
sjúku en í fjölmennum kaupstöðum. En í bæjunum er líka
mikið og óeigingjarnt starf unnið og meira en almenningur
og vér sveitaprestar gerum oss ljóst. Það mun oft vera nokkr-
um vandkvæðum bundið fyrir prestana þar að fá vitneskju
um þá, sem liggja sjúkir í heimahúsum, nema til þeirra sé
beinlínis leitað og þeir beðnir að koma, en við það er fólk
of feimið og hlédrægt. Og þó að ég viti vel, að ekki standi
eins opnar dyr þar eins og í sveitinni, veit ég eigi að síður,
að prestarnir eru kærkomnir gestir, þegar erfiðleikar steðja
að. Á þessu væri hægt að ráða bót, ef samvinna væri um
það milli læknis og prests og læknirinn léti jafnan viðkomandi
prest fá vitneskju um sjúklinga, sem væru rúmliggjandi um
lengri tíma í heimahúsum, og jafnan, er hann teldi þörf á
komu prests, sem bæði yrði til að gleðja og styrkja hinn sjúka
og ástvini hans.
Eins og öllum er kunnugt, er víðar sjúka að finna en í
heimahúsum. Þegar sjúkdómurinn er alvarlegs eðlis, er leitað
til sjúkrahúsanna í bæjunum og í stöðugt vaxandi mæli. Þangað
fara menn sér til heilsubótar hvaðanæfa utan af landsbyggð-
inni, engu síður en hinir, og öll eru sjúkrahúsin yfirfull og
er sifellt að fjölga. Nú er meira að segja svo ráð fyrir gert,
að miklar byggingar rísi upp á næstunni hér í bænum í þessu
skyni. Á ég þar einkum við stækkun Landsspítalans og Bæjar-
sjúkrahúsið, sem byrjað er að byggja.
í sjúkrahúsunum dvelja sjúklingarnir lengri og skemmri
tíma og sumir langdvölum. Mér er vel kunnugt um það, að