Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 44

Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 44
Frá kirkjukórunum, Kirkjukórasöngmót. Kirkjukórasamband Austur-Skaftafellssýsluprófastsdæmis hélt söngmót í Mánagarði í Nesjum, laugardaginn 11. desember síðastliðinn. Fimm kirkjukórar austan Breiðamerkursands tóku þátt í móti þessu, tveir sjálfstætt og svo allir saman. Var sá kór um 70 manns. Kjartan Jóhannesson söngkennari hafði æft alla kórana fyrir þetta mót. Söngmótið hófst með því að séra Sváfnir Sveinbjarnarson pró- fastur á Kálfafellsstað setti það og flutti ávarp. Að því loknu söng Kirkjukór Bjarnanesssóknar undir stjórn Bjarna Bjarna- sonar í Brekkubæ 4 lög. Lék Kjartan Jóhannesson undir 3 þeirra á orgel. Auk þess lék Sigjón Bjarnason í Brekkubæ undir eitt þeirra á píanó. — Eitt þessara laga var sungið án hljóðfæris. Næst söng kirkjukór Hafnarsóknar undir stjórn Eyjólfs J. Stefánssonar, Höfn, 4 lög. Kjartan Jóhannesson lék undir 3 þeirra á orgel, en undir hið fjórða lék Bjarni í Brekkubæ á orgel og Kjartan á píanó. Þar eftir sungu allir kórarnir saman 5 lög. Söngstjórn þeirra önnuðust á víxl Bjarni Bjarnason og Eyjólfur Stefánsson. Undir öll sameiginlegu lögin, sem sungin voru á mótinu, var leikið á píanó og orgel. Kjartan Jóhannesson lék undir öll þessi lög á píanó, en orgelleik önnuðust á víxl organistar í prófastsdæminu. Skeyti bárust frá biskupi landsins, herra Ásmundi Guðmunds- syni, og söngmálastjóra, Sigurði Birkis. — Að loknum lestri þeirra mælti Bjarni í Brekkubæ nokkur orð. Meðal annars þakk- aði hann Kjartani Jóhannessyni fyrir starf hans í þágu söng- menningar. Að lokum sungu allir kórarnir þjóðsönginn. Mannmargt var á móti þessu. Sóttu það gestir úr öllum sveit- um sýslunnar. — Mót þetta var hið ánægjulegasta og fór í öllu hið bezta fram. B.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.