Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 4
Ég leita þín. Ég leita þín, sem komst með Jesú Krist, ég kem til hans, hann sýndi mannheim’ fyrst, að þú ert faðir, guð og móðir manns og miskunnsamur vinur smælingjans, að kærleiksregn þú sendir blómi og björk til bjargar út af haturs eyðimörk.----- Frá honum dýrðleg kirkju kveldró skín. Ég koma verð til hans — að leita þín. Ég kem til hans, því hann er meistarinn. Hjá honum lærði ég um guðdóm þinn allt, sem ég þekki, skynja, veit og skil um skaparann, sem var frá eilífð til. — Ég kemst til hans. Ef kraftasljó er önd, hann kemur til mín, réttir bróðurhönd og segir: Þeir, sem leita, finna frið og föðurhjartað sofna að lokum við. Stefán Hannesson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.