Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 5

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 5
Dr. ÁRNI ÁRNASON, lœknir: Þjóðin og framtíð kirkjunnar. öll menning er vaxin upp af einhverjum rótum. Talað er um þrjár rætur vorrar vestrænu menningar, forngríska, rómverska og kristilega. Hin forngriska menning er móðir frelsisins, merkilegrar heimspeki og fagurra lista. Róm- versk menning er talin móðir réttar og réttarfars, en þar er einnig að finna merkilegar bókmenntir og orðsins list. Þessar tvær greinar eru svonefnd klassisk eða sígild menning. Með kristindóminum, sem leggur áherzlu á eilíft gildi og eilíf örlög hvers einstaklings, kemur kenningin og boðorðið um kærleikann og bræðralagið, og hann sam- einar einnig í sér frelsið og réttlætið. Manngildishugsjón hans og siðaboð ei’u viðurkennd af öllum, hvað sem trú þeirra annars líður. Á vorri öld þekkingar og tækni, þar sem efnið og efnis- gæðin eru vegsömuð og enda skipað í öndvegi, hættir mönnum til að gleyma þeim andlegu verðmætum, sem ekki eru jafnframt undirstaða tækni og efnislegra fram- fara. En það eru þó þau andlegu varðmætin, sem að miklu leyti eru undirstaða vorrar kristnu, vestrænu menningar. 1 vorri vestrænu menningu hafa verið uppi margar stefnur á ýmsum sviðum og ýmsum öldum. Með stefnu er hér átt við skoðanir og dóma ákveðinna manna, sem hafa látið mikið að sér kveða, og fylgismanna þeirra, um ákveðin efni á hinum andlegu sviðum, sem síðan hafa mótað skoðanir og starfsemi annarra í þessum efnum. Það hafa verið uppi stefnur í heimspeki, þjóðmálum, list- Um, bókmenntum, þekkingarleit, læknisfræði, trú og sið- gæði. Þessar stefnur hafa verið misjafnar að efni og gildi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.