Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 11
ÞJÓÐIN OG FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR 105 að eflingu sinni. Margir þættir þess máls hafa verið ræddir oft og víða, enda hlýtur það að vera hið mesta umhugs- unar- og umræðuefni allra starfsmanna kirkjunnar. Hér skal aðeins drepið á eitt atriði, sem þar kemur til greina, og er það í sambandi við það, sem þegar er sagt, um nýjar kirkjulegar hreyfingar og nýjan áhuga erlendis á þeim málum. Það virðist æskilegt, að ungir menn, prestlærðir og enda leikir, sem eiga sérstakan áhuga á þessum efnum, fari utan til að kynnast því, sem þar er að gjörast í endurvakningu kristilegs og kirkjulegs áhuga og starfs. Geta þeir síðan orðið til þess að fræða og vekja, þegar heim kemur. Ég efa ekki, að þær ferðir, sem ungir menn þegar hafa farið slíkra erinda, hafi orðið til góðs, en þær þurfa að verða fleiri. Slíkar ferðir, svo og heim- sóknir ungra erlendra kristinna áhugamanna gætu að mínu viti orðið til þess að glæða kirkjulegan og kristi- legan áhuga, því að vitanlega er gjört ráð fyrir því, að þessir ungu menn birti reynslu sína, hefji áróður fyrir málefninu og sýni ávextina í starfi sínu. Ég nefni hér unga menn. Það er hvort tveggja, að þeirra er framtíðin og starfsdagurinn fram undan, svo og hitt, að ungir menn hafa ekki sízt áhrif á jafnaldra sína og æskulýðinn yfir- leitt. Ég mun ekki gjöra þetta mál lengra. Þessum fáu orðum er í raun og veru ætlað það eitt, að fá oss til að athuga enn einu sinni, hvar vér stöndum, og skyggnast kringum oss á sviði menningar- og siðgæðislífs þjóðar vorrar. Vér lítum á dökku hliðina; þar er baráttusvæðið. En vér lítum einnig á hina bjartari. Þar gefst oss von um betri tíma, von um að Guð leiði oss og aðrar þjóðir upp úr öldu- dalnum. En sameiginlega eigum vér að bindast þeim ásetningi, að vera ötulir og trúir starfsmenn Guðs ríkis með þeirri bæn, að hann gefi kirkju lands vors nýjan lífsþrótt þjóð vorri til blessunar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.