Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 15
EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI
109
því, er hann vissi sannast og bezt. Ef honum þótti gæta áhrifa
annarra á verk sitt, hætti hann við það. Fegurðarþrá sinni
og fullkomnunar brást hann aldrei.
Þannig barðist hann, einlægur, sannur, heill — til sigurs.
m.
En í þeirri baráttu stóð hann ekki einn manna, og er skylt
að minnast þess með þökk. Einar nefnir þar fyrst prests-
konuna í Hrepphólum: „Hvatning þessarar göfugu konu var
fyrsta hjálpin, sem mér var veitt á listabraut minni, og upp-
örvun sú og hughreysting, sem fólst í orðum hennar, hjó bönd
af veikum vængjum. Mér fannst ég geta flogið.“
Því lengra sem leið, kom einnig betur og betur í ljós, að
hann átti mannheill mikla og skilningurinn óx á gildi verka
hans. Alþingi veitti fé til þess að reisa hús yfir þau, og vinir
og aðdáendur bættu því við, er til þess þurfti. Heimili hans
átti aftur að verða á íslandi. Það var mikil gæfa honum og
oss íslendingum. Alþingi og ríkisstjórn eiga skildar þakkir
fyrir einhuga, ágætan stuðning fyrr og síðar. Honum farast
svo orð: „Okkur hefði þótt ærið gleðilegt að geta þakkað
meira en með orðum einum. Mér er hulið, hvaða verð fram-
tíðin leggur á lífsverk mitt. En ef það verður eitthvað, mun
land mitt þakka þeim, er gáfu, og þinginu, er leiddi verkið
til lykta, — og með hverju fær maður yfirleitt þakkað allt,
sem veitt er?“
Enn vil ég flytja þökk alþjóðar þeirri konu, er stóð við
hlið honum, unnusta og eiginkona í meira en hálfa öld. Hann
hefir skrifað um það, er hann sá hana fyrst, sextán ára gamla:
„Ég var gripinn þeirri undarlegu tilfinningu, að við tilheyrð-
um hvort öðru, og enginn gæti tekið hana frá mér.“ Og vissu-
lega sá hann rétt og fann. Engin kona, sem ég hefi séð, hefir
minnt mig meir á Rut og orð hennar í Heilagri Ritningu:
.,Hvert sem þú fer, þangað fer ég, og hvar sem þú náttar,
þar nátta ég; þitt fólk er mitt fólk og þinn Guð er minn Guð.
Hvar sem þú deyr, þar dey ég, og þar vil ég vera grafin."
Fegurð ástar hennar endurspeglast í listaverkum hans. Hún
stefndi hátt yfir moldina, er hverfur aftur til jarðarinnar, þar
sem hún áður var — í himininn til morgunroða upprisunnar
yfir fjöllum lífsins. Hún skildi hann, ræddi við hann um skáld-