Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 19

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 19
EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI 113 og út frá. Hann er hjarta hennar og eilífa lögmál. í honum er fólgið Kristsfyrirheitið, miðstöð tilveru vorrar, þar sem ég sé Krist sem miðdepil allrar sköpunar" ....... „Munu ekki flestallir trúarflokkar vera að meiru eða minna leyti trúarflokkar Krists, þótt þeir beri ekki nafn hans?“ „Alls staðar í tilverunni, þar sem er staður fyrir minnsta vott af kærleika, þar er Kristur og Krists trú. Hann getur jafnt, hvar sem hann annars á altari, ríkt í hreysi fátæklings- ins (sem frá voru sjónarmiði sýnist svo) sem hins ríkasta, þ. e. jafnt í þeirri lægstu lífsveru sem þeirri guðdómlegustu sál. Hann er kærleikurinn sjálfur, von vor og huggun, hann er vegurinn, sem óvitar og sakleysingjar rata, hann er sann- leikurinn, sem aldrei svíkur, hann er lífið sjálft. Þótt aldrei hefði verið um hann kennt, mætti hver lífsvera samt heyra hann hrópa til sin úr ríki tilverunnar, leita hans og finna hann eins eðlilega sem kiðlingurinn brjóst móður sinnar.“ Trú Einars Jónssonar á Krist mótar list hans. Hann sjálfan vill hann boða og áhrif hans á sál sína. Og hann gjörir það með þeim hætti, að hann er æðsti prestur þjóðar sinnar. Brenn- andi í anda vill hann koma þjóðinni til kristins þroska og manndóms, leiða hana áfram, hærra, til voldugs framtíðar- hlutverks. Til þess lætur hann steinana tala, já, öld af öld. Hnitbjörg eru helgidómur, kristið musteri: Eldar af óttu í andans heimi, bjarmar af krossi Krists, Htur þar lávarð Ijóss og friöar hafinn á tímans tjald. Fyrir nokkrum árum sá Einar mynd af Kristi, sem talið er að komið hafi fram á líkklæði hans. Mynd þessi er aðdáan- lega fögur, og varð Einari þegar helgur dómur. Eftir henni mótaði hann Kristslíkan það, sem stendur steypt í gipsi í Hallgrímskirkju og í sal í listasafninu, þar sem kista Einars stóð síðar. Bak við líkanið er nú höfuðið, sem Einar gjörði á ný. Er það ummyndað af guðdómlegri tign og ró. Þó vildi Einar vanda verkið enn betur, og síðustu dagana undir æfi- lokin gekk hann í litla klefann í húsinu sínu og mótaði höfuð 8

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.