Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 20

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 20
114 KIRKJURITIÐ Krists í leirinn hið þriðja sinn, svo að nú mun guðlegt veldi þess allra mest, en samt ekki enn eins og Einar vildi. Meðan hann stóð þar og vann, fann hann ekki til þjáninganna, og hann lauk verkinu, hinztu kveðju til lífsins á jörðu og þjóðar sinnar. VI. Um engan sona sinna var þjóðin meir sammála en um þennan hógværa, hlédræga og hjartahlýja mann, að hann væri snillingur og göfugmenni. Verk hans voru stolt hennar — sí- vaxandi auðlegð. Þjóðin saknar hans öll og vottar ástvinum hans hluttekningu. Þungt er tapið. Það er vissa. Þó vil ég kjósa vorri móður, að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir, að jafnan eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Daginn fyrir andlát hans kom ég til hans. Hann var mjög þjáður, en heilsaði mér og kvaddi mig með yndislegu, björtu brosi. Hreinleiki þess var svo mikill og ástúð, að ég hefi ekkert fegra séð. Mér var það ljóst, að hann var í senn einhver mesti og bezti maðurinn, sem ég hefi kynnzt um æfina, og átti að baki dýrlegra æfistarf fyrir Island en flestir aðrir allt frá upphafi byggðar þess. Og nú er hann á förum. En mér var rótt engu að síður. Hvílík gjöf frá Guðs hendi var þessi maður ættjörð vorri og hvílíkan arf léti hann eftir sig komandi kynslóðum um aldaraðir. Brosið í augum hans var endurskin frá eilífum elskunnar loga. Ég vissi og fann, að það gat aldrei dáið. Einar Jónsson er horfinn heim — til upphafs síns, inn í Guðs eilífa ljós. Alda aldanna rís og hnigur og hrífur með sér kynslóðirnar hverja af annarri, gamla, unga, glaða, hrygga, hrausta, veika. Ekkert fær stöðvað, fremur en smábarnshönd straum mikilla vatna. Áfram, áfram, endalaust. Og innan lítillar stundar erum vér öllum horfin héðan.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.