Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 24
118
KIRKJURITIÐ
„Eftir messu söfnuðust landar saman fyrir kirkjudyr-
um og gengu þaðan í prósessíu, tveir og tveir samsíða,
út fyrir bæ æðilangan veg, þar til staðar var numið í
grasgarði miklum með skógarrunnum í og lundum á milli.
Þeir tveir karlmenn, er í broddi fylkingar gengu, báru
hvor sitt merki, annar stjörnufána Bandaríkjanna, hinn
fálka islenzkan á bláum feldi; þeir voru báðir í þjóðbún-
ingi vorum hinum forna, er Sigurður málari Guðmundsson
hefir vakið til lífs meðal stúdenta heima á Fróni. Kven-
fólkið gekk sér á eftir karlmönnunum, og voru nokkrar
þeirra í skautbúningi og nokkrar í peysufötum, svo hinn
litli íslenzki hópur hafði einkennilega þjóðlegan blæ á sér.
Á eftir fylgdi fjölmennur skari af fólki því, er verið hafði
í kirkjunni, og nam ásamt oss staðar í lundi einum milli
trjánna í garðinum. Þar voru fánarnir reistir upp beggja
megin við ræðustól, er vér höfðum látið gera skömmu
áður.“
Fóru nú fram ræðuhöld og söngur, er þótti vel takast,
og urðu íslendingar því sjálfum sér og landi sínu til sæmd-
ar með hátíðahaldi þessu, en margir, auk þeirra, einkum
úr hópi frænda vorra Norðmanna, voru viðstaddir bæði
guðsþjónustuna og önnur hátíðahöld dagsins, eins og getið
er í frásögn séra Jóns, er vitnað var til.
En auk hins sögulega tilefnis hennar, er guðsþjónusta
sú, sem hér um ræðir, sérstaklega frásagnarverð vegna
þess, að hún var fyrsta íslenzka guðsþjónustan í Vestur-
heimi, og þjóðhátíðin í Milwaukee jafnframt fyrsti þjóð-
minningardagur Islendinga vestan hafs. Hátíðahöld þessi
mörkuðu því í tvennum skilningi tímamót í sögu Islend-
inga þarlendis. Hitt skipti þó eigi minna máli, þar er um
ræðir trúrækni og þjóðrækni íslendinga vestan hafs, að
við þessa guðsþjónustu flutti séra Jón Bjarnason frábær-
lega snjalla og áhrifamikla hátíðarprédikun, en hann lagði
út af upphafsversunum í 90. sálmi: „Drottinn, þú hefir
verið oss athvarf frá kyni til kyns.“ 1 niðurlagi hinnar
andríku og mælsku ræðu sinnar, sem er jafn þrungin að