Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 26
120 KIRKJURITIÐ anum „Leiðtoginn" í Minningarriti því um séra Jón, er Kirkjufélagið lúterska gaf út 1917: „Prédikun þessa lét hann prenta í Kaupmannahöfn og mælti svo fyrir, að ef ágóði yrði af sölu ritsins, skyldi arðurinn verða frumstofn sjóðs, er safna skyldi til að koma upp íslenzkum skipaflota. Arðurinn af sölu ritsins varð víst enginn, en hugsjónin var söm fyrir því. Fjórir tugir ára liðu þar til skipin komu. — Hann var þetta langt á undan í huga sínum.“ Þetta er fagurt dæmi trúrækni og þjóðrækni í senn. En ræturnar að samruna þeirra djúpstæðu tilfinninga mannshjartans í lífi og starfi íslenzkra Vestmanna er að finna í hinum íslenzka jarðvegi, sem þeir voru sprottnir úr trúarlega og menningarlega. Landnemarnir íslenzku vestan hafs höfðu á þrenginga- og baráttuárum sínum hitann úr hinum íslenzku menningarerfðum sínum. Islenzk- ar bókmenntir og saga íslenzku þjóðarinnar urðu þeim, eins og löndum þeirra heimafyrir, eggjan til dáða og væng- ur til flugs yfir torfærurnar. Guðorðsbækurnar, Passíu- sálmarnir, Islendingasögur og rímurnar, urðu samferða vestur um hafið í bókakosti landnemanna, og við elda þeirra rita allra ornuðu þeir sér, þegar kaldast næddi um þekju og hvassast blés í móti í baráttunni. Frú Jakobína Johnson skáldkona, sem fluttist barnung vestur um haf með foreldrum sínum og ólst upp í íslenzku byggðinni í Argyle í Manitoba, og getur því bæði talizt dóttir Islands og dóttir landnámsins, bregður fagurlega birtu á hinn sameiginlega trúar- og bókmenntaarf Islend- inga vestan hafs, er hún lætur aldurhnigna landnemadótt- ur, sem er að handleika dýrmæta erfðagripi sína, komast þannig að orði í rímaðri íslendingadagsræðu: „Helgastir af mætum minjagripum mun eg þessar slitnu bækur telja. Faðir minn þær flutti með sér vestur. Fráleitt var úr mörgu þá að velja. Kjarngott má þó kalla þetta safn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.