Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 30
124 KIRKJURITIÐ Islendinga vestan hafs á fyrstu landnámsárum þeirra, og þannig var það með mörgum hætti annars staðar í byggð- um þeirra, eða í þeim borgum, þar sem þeir höfðu tekið sér bólfestu að nokkuru ráði. Þessi samruni trúrækninnar og þjóðrækninnar varð þó enn ábærilegri og áhrifameiri eftir að föst safnaðarstarf- semi hófst á íslenzku meðal Islendinga í Vesturheimi og komst á traustari grundvöll með stofnun kirkjufélags þeirra. Kemur hið eldra þeirra, sem jafnan hefir einnig verið stórum fjölmennara, „Hið Evangeliska Lúterska Kirkjufélag Islendinga í Vesturheimi", þar fyrst við sögu, en það var stofnað 1885, og á því sjötugsafmæli næsta ár (1955). Hefir kirkjufélag þetta tengt Islendinga vestan hafs saman svo þúsundum skiptir og haldið uppi marg- víslegri starfsemi þeirra á meðal, auk aðalstarfs síns, hins kirkjulega. 1 hlutfalli við aldur þess og safnaðafjölda má hið sama segja um „Hið únítariska kirkjufélag Vestur-lslendinga“, er stofnað var 1891, og síðar varð „Hið sameinaða kirkju- félag Islendinga í Ameríku“, er ýmsir söfnuðir, er úr lúterska kirkjufélaginu höfðu gengið, sameinuðust Únítara- söfnuðunum og mynduðu sameiginlegan kirkjulegan fé- lagsskap. Þegar rætt er um samruna trúrækni og þjóðrækni Is- lendinga í Vesturheimi, koma sjálfar íslenzku guðsþjón- usturnar vitanlega fyrst til greina. En hvenær, sem íslenzk prédikun hefir verið flutt þar í landi, hvenær sem íslenzkir sálmar hafa hljómað þar af íslenzkum vörum, og hvenær, sem íslenzk bænarorð hafa þar verið borin fram, hefir verið ofinn þáttur í viðhald íslenzks máls og menningar- erfða í landi þar. En kirkjufélögin íslenzku vestan hafs hafa eigi aðeins unnið ómetanlegt þjóðræknisstarf með guðsþjónustuhaldi sínu á íslenzku áratugum saman. Sunnudagaskólakennsl- an af hálfu beggja kirkjufélaga, sem einnig fór fram á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.