Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 33

Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 33
TRÚRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKNI 127 „hjartað, sem undir slær“, það innra líf trúarinnar, sem fundið hefir sér framrás í hinni ytri félagslegu starfsemi og ósjaldan borið vitni svo mikilli fórnfýsi og fórnfærslu, að til fyrirmyndar má telja. Tekur það ekki síður til kvenna en karla, því að kvenfélög vestur-íslenzku kirkju- félaganna hafa verið þeim stoð og styrkur. En þvi grundvallaratriði, hver máttarvaldur trúin var í baráttu frumherjanna íslenzku vestan hafs, lýsti séra Jónas A. Sigurðsson eftirminnilega í ræðu fyrir minni landnemanna á 50 ára afmælishátíð íslenzka landnámsins í Norður-Dakota (1928). Séra Jónasi, er var þjónandi prestur þar í byggð snemma á landnámsárunum, fórust þannig orð: „Naumast ber nauðsyn til að taka það sérstaklega fram i minni slíkra manna, að sálin í öllu lífi, hjá þorra land- nemanna, var kristindómurinn. Lífsþróttur þeirra, lög- hlýðni og viðskiptasigur, grundvallaðist jafnan á trúar- lífinu. Það var hinn andlegi jarðvegur þessa landnáms. Kirkjur þeirrar kynslóðar eru einungis einn þáttur hinnar ytri tilbeiðslu. Það, sem maðurinn hugsar, það er hann. Byggðin þessi er þá einnig vottur um þeirra sálarlíf og trúaröryggi." í einkar athyglisverðri ritgerð, sem séra Kristinn K. Ólafsson, fyrrverandi forseti Kirkjufélagsins lúterska, skrifaði í 60 ára afmælishefti Sameiningarinnar (1945), fórust honum þannig orð: „Um söguna (þ. e. íslenzka hirkjusögu vestan hafs) má auðvitað deila, en þeirri stað- reynd verður ekki hrundið, að þrátt fyrir smæð íslenzka Þjóðarbrotsins í Ameríku, hefir það varðveitt sjálfsmeð- vitund og mál í fyllra mæli en jafnvel mörg stærri þjóðar- bi-ot, er hingað hafa komið. Til dæmis er nú meiri ís- lenzka notuð í íslenzkum kirkjum hér en hlutfallslega á sér stað um önnur útlend mál hjá öðrum seinni tíma inn- flytjendum alstaðar þar, sem eg þekki til.“ Nokkur breyting mun að vísu hafa orðið í áttina til enskunnar á þeim níu árum, sem liðin eru síðan þessi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.