Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 35

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 35
Séra Jón Brandsson prœp. hon. áttrœður. Séra Jón Brandsson er fæddur 24. marz 1875 á Prestsbakka í Hrútafirði. Foreldrar hans voru séra Brandur Tómasson, sem þá var prestur að Prestsbakka, og kona hans, Valgerður Jónsdóttir, er bæði voru ættuð og upprunnin á þessum slóðum, þótt séra Brand- ur færi nokkrum árum eftir fæðing séra Jóns austur í Skaftafellssýslu og væri þar til æfiloka. Séra Jón varð stúdent frá Latínuskólanum í Reykjavík 1899 og kandidat frá Prestaskólanum 1902. Hélt hann þá til fornu átt- haganna og dvaldist við störf á Hólmavík tveggja ára skeið. En árið 1904 var honum veitt Tröllatunga í Steingrímsfirði. Sat hann fyrst, meðan hann var ókvæntur, á höfuðbólinu Broddanesi, en árið 1908 kvæntist hann Guðnýju Magnúsdóttur frá Miðhúsum í Hrútafirði og reisti þá bú í Kollafjarðarnesi. Þar bjó hann síðan prestsskap- artíð sína. Eiga þau sex syni og þrjár dætur. Hann þjónaði og nágrannaprestakalli sínu, Stað í Steingríms- firði, hvað eftir annað. Prófastur í Strandaprófastsdæmi var hann frá ársbyrjun 1921 og gegndi, eins og vita má, ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Eg kynntist ekki séra Jóni Brandssyni nema þegar hann kom til prestastefnunnar, en eg hefi það fyrir satt, að hann hafi í öllu starfi sínu og dagfari verið sama prúðmennið, sem eg hitti þessa fáu daga hér fyrir sunnan, en í sióðum slíkra manna vex hvarvetna hollur gróður. Kirkjuritið sendir þessum prestaöldungi hlýjar afmælis- hveðjur. M. J. Séra Jón Brandsson. 9

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.