Kirkjuritið - 01.03.1955, Qupperneq 49
Sjómannaheimilið á Raufarhöín.
Eins og kunnugt mun, er atvinnulífi þannig háttað á Raufar-
höfn, að á hverju sumri kemur þangað fjöldi manns til síld-
veiða úr öllum landshlutum og auk þess margt erlendra skipa.
Nú seinni árin, er síldin fór að halda sig á austlægari miðum,
má segja, að Raufarhöfn sé orðin miðstöð síldveiðanna fyrir
Norðurlandi, sem Siglufjörður var áður.
íslenzku skipin leggja þar upp afla sinn og margt fólk vinn-
ur að síldverkun í landi. Aðbúnaður þessa fólks hefir löngum
verið ófullkominn, þó að hann hafi farið batnandi í seinni
fíð. Yfirleitt hafa sjómenn engan samastað, þar sem þeir geta
verið í ró og næði, þegar þeir eru í landi. Þetta hefir oft orðið
til þess, að fólk kaus að gleyma leiðindum og einstæðingsskap
við áfengi og óheilbrigt skemmtanalíf. Til þessa ber að rekja
það óregluorð, sem farið hefir af Raufarhöfn.
Margir hugsandi menn gerðu sér ljóst, að hér var mikil
þörf úrbóta og að koma þurfti upp vistlegum stað, þar sem
sjómenn og aðkomufólk gætu átt athvarf í frístundum sínum.
Gæti staður þessi orðið þeim eins konar annað heimili, sem
fjarri væri heimilum sínum mestan hluta sumarsins.
Á síðastliðnu vori var svo hafizt handa fyrir alvöru að
hrinda þessu máli í framkvæmd. Séra Páll Þorleifsson á Skinna-
stað flutti framsöguerindi á synodus í júní síðastliðnum, þar
sem hann ræddi nauðsyn sjómannaheimila í kauptúnum og
kaupstöðum við sjávarsíðuna, meðal annars á Raufarhöfn.
Var síðan samin tillaga og samþykkt þess efnis, að prestar
í samráði við félög og stofnanir beittu sér fyrir slíku. í fram-
haldi af þessu tók svo sóknarpresturinn á Raufarhöfn að sér
að koma upp og sjá um framkvæmdir og starfrækslu heimil-
isins.
Að þessu sinni gat heimilið ekki tekið til starfa fyrr en
5. ágúst. Stóð þá á húsnæði því, er tekið var á leigu. Síðan
var það opið alla daga til 20. ágúst síðastliðinn, en var þá
lokað, enda þá vertíð úti og flest skip farin heim.
Starfsemi Sjómannaheimilisins þennan stutta tíma átti mikl-