Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 9
FRANS FRA ASSISI
447
stallsystrum sínum biðji Guð þess af heitu lijarta, að honum
þóknist að gjöra mér ljóst, hvort betra er, að ég fáist við að
prédika, eða helgi mig algjörlega íhugun og bæn'. Halt síðan til
Sylvestrusar bróður og seg honum það sama.“
En þessi Sylvestrus var sami bróðirinn, sem eitt sinn varð
vitni að því á jarðvistardögum Frans helga, að úr munni hans
kom kross úr skíru gulli, og var hann svo hár, að hann snerti
himininn, og svo breiður, að hann náði til yztu endimarka jarð-
arinnar. En svo frómur og heilagur var bróðir Silvestrus, að hon-
um veittist allt, sem hann bað Guð um, því að Drottinn heyrði
bænir hans, og talaði hann oft við Guð augliti til auglitis. Þess
vegna hafði Frans helgi mikla ást á honum í lijarta sínu.
Bróðir Masseo fór nú leiðar sinnar, og samkvæmt fyrirskip-
un Frans helga flutti hann systur Klöru fyrst boðskapinn en síðan
bróður Silvestrusi. Og naumast hafði hann borizt honum til
eyrna fyrr en liann féll á kné í bæn. Á helgistundinni barst hon-
um svar Guðs. Kom hann þá aftur á fund bróður Masseo og
mælti á þessa leið: „Svo býður Guð, að þú mælir við bróður
Frans: „Ekki hefir Drottinn kallað þig til reglulifnaðar að-
eins sakir sjálfs þín, heldur til liins, að starf þitt beri mikinn
ávöxt í sálum annarra og að margir frelsist fyrir þín áhrif.“ Að
þessu svari fengnu hélt bróðir Masseo til Klöru helgu, til að kom-
ast að raun um hvaða boðskap hún hefði af Guði hlotið. Svaraði
hún því til, að sér og systrum sínum hefði gefizt nákvæmlega
sama svarið og bróðir Silvestrus hefði fengið. Hvarf Masseo
með þessa úrlausn aftur á fund Frans helga. Fagnaði Frans helgi
honum af miklu ástríki, þvoði fætur hans og bar honum mið-
degisverð.
Strax og bróðir Masseo liafði lokið verði sínum, kallaði Frans
helgi hann með sér úr í skóginn. Þegar þangað kom, féll hann
á kné framrni fyrir honum, ýtti hettunni aftur á hnakka, kross-
lagði hendurnar á brjóstinu og spurði hann: „Hvað býður Drott-
inn minn, Jesús Kristur, mér að gera?“ Bróðir Masseo svaraði:
„Kristur hefir svarað bæði bróður Masseo, systur Klöru og hin-
um systrunum, og opinberað þeim, að það er vilji hans, að þú
skulir fara út í heiminn og prédika, því að ekki hefir hann út-