Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 15
KIRKJAN OG SKÓLARNIR 453 klaustrin í kaþólskum sið ágæt menntasetur. Þá liöfðu og all- margir prestar skóla hjá sér og bjuggu nemendur ýmist undir latínuskólanám (í Skálholti og á Hólum), og sumir prestar út- skrifuðu stúdenta. Segja má því, að kirkjan og prestarnir liafi í margar aldir annazt um sérmenntun embættismanna þjóðar- innar. Fyrir rás viðburðanna og þróun í menningarmálum, atvinnu- háttum o. fl., færist forusta í ýmsum málum, þegar líða fer á 19. öldina, úr höndum kirkjunnar og til veraldlega valdsins. Hér á landi var ekki um teljanlega togstreitu að ræða milli kirkju- valdsins og veraldlega valdsins í sambandi við fræðslumálin, eins og oft mun hafa átt sér stað allvíða erlendis. En það mun mega þakka því að mestu leyti, að víðast hvar voru það einmitt prestarnir, sem beittu sér fyrir stofnun barnaskóla og umbótum á sviðum fræðslumálanna. Hér að framan hefir verið drepið stuttlega á þá þróun, sem átt hefir sér stað hér á landi í fræðslumálum landsins og þann mikla þátt, sem kirkjan og prestarnir hafa átt í henni. Raddir hafa heyrzt um það, að með fræðslulöggjöfinni 1907 hafi forysta í fræðslumálunum verið tekin til óþurftar frá kirkj- unnar mönnum. Þó hafi keyrt um þverbak með skólalöggjöfinni 1946, því að með henni sé stefnt að því að afkristna landsmenn. Misskilningur og athugunarleysi hafa valdið mestu um for- dóma fólks á þeirri skólalöggjöf, og allmargir liafa lastað þá, er að löggjöfinni stóðu, án þess að liafa lesið hana eða kynnt sér meginefni hennar. Hér skal drepið á hið helzta í skólalöggjöfinni, sem varðar lilut kristinfræðikennslunnar í skólum, og skal þá einkum gerður samanburður á fyrstu og síðustu fræðslulögunum, þ. e. þeim, er samþykkt voru 1907 og 1946. í kjölfar þeirra breytinga, sem urðu á fyrrihluta 19. aldar í skóla- og menningarmálum nágrannaþjóðanna, fylgdu hliðstæð- ar oskir eða kröfur um stofnun skóla og kennslu í fleiri náms- greinum en þá tíðkuðust hér á landi. Jón Sigurðsson forseti rit- aði alllanga og snjalla grein í Ný félagsrit 1842 um skólamál á íslandi. Þar er að finna kjama margs þess, sem síðar hefir verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.