Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 19
KIRKJAN OG FRELSISSTRÍÐ UNGVERJA 457 og settist þar að. En Mindszenty neitaði. Löngu síðar var honum aftur boðið frelsi, ef hann héti því að prédika ekki né tala opin- berlega. Þeim kosti vildi Mindszenty ekki heldur taka. Hann krafðist þess að mega senda frá sér hirðisbréf, ferðast frjáls livert sem hann vildi, „friðarprestar" kommúnista yrðu settir af og stjórn páfa einráð í kaþólskum kirkjumálum. í lok októbermánaðar þessa árs var hann leystur úr haldi af frelsissveitum Ungverja, og setur þjóðin traust til hans fremur en til nokkurs annars manns. Hann dvelst nú í sendiráði Bandaríkjanna í Ungverjalandi. Lajos Ordass hefir áður verið getið í Kirkjuritinu. Hann varð biskup yfir Lúterstrúarmönnum í Ungverjalandi árið 1945. — Tveimur árum síðar var hann einn af leiðtogum kirkjuþingsins í Lundi, er Heimssamband Lúterstrúarmanna var stofnað. Árið eftir var hann leiddur eins og Mindszenty fyrir dómstólinn í Búdapest og honum gefin að sök gjaldeyrissvik. Ekkert hið minnsta sannaðist á hann, er saknæmt væri. En engu að síður var hann dæmdur frá embætti og í 2 ára fangelsi. Að fangavistinni lokinni vann hann fyrir sér og heimili sínu með garðyrkju, vefnaði og saumum, en jók jafnframt kirkjusögu- þekking sína. Hóf hann fyrst rannsókn á kirkjusögu Vesturálfu. En það þótti tortryggilegt. Þá sneri hann sér að kirkjusögu íslands °g nam tungu vora. Las hann daglega í íslenzkri Biblíu og kynnti sér einkum sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar. Er mælt, að hann hafi þegar þýtt á ungversku nokkra af Passíusálmum hans. Stjórnarnefndarmenn Lúterska lieimssambandsins og Alkirkju- raðsins hafa undanfarið unnið að því við stjórn Ungverjalands, að lýst verði sakleysi Ordass og lionum aftur veitt biskupsem- Eætti hans. Hefir stjórnin að lokum orðið við þeirri beiðni og lúterska kirkjan á Ungverjalandi fengið honum aftur biskups- vald. I upphafi frelsisstríðs Ungverja barst rödd hans til vor á öld- mn Ijósvakans: „Leyfið mér að mæla til erlendra bræðra vorra á þeirra eigin tungu. í Guðs nafni beini ég til yðar örfáum orðum, kæru trú- bræður á Norðurlöndum, Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi °g Svíaríki. Á liðnum öldum höfum vér Ungverjar fengið að 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.