Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 46
484
KIRKJURITIÐ
mismun. Og það fer alveg eins um samanburðinn og fuglinn, sem ekki gat
sett sig í spor liljunnar. Maðurinn jafnar sér alltaf við einhvern sér ólíkan,
eða honum við sig. Smáfuglinn er skáldið, afvegaleiðandinn, eða það skáld-
lega og táldræga í manninum. En hið skáldlega er eins og ræða fuglsins
bæði satt og logið, skáldskapur og raunveruleiki. Satt er það, að mismun-
ur á sér stað, og mætti margt um hann segja, en hitt er skáldskapur, að mestu
skipti um mismuninn, hann sé undirrót allrar sorgar og gleði. Þetta eru
helber ósannindi. Hinn áhyggjufulli fer síðar út í slikar öfgar í sínum
áhyggjufulla samanburði, að hann gleymir því sakir mismunarins, að hann
er maður. I örvæntingu sinni finnst honum hann vera svo ólíkur öðrum
mönnum, að honum þykir sem hann sé jafnvel ekki maður. Rétt eins og
smáfuglinn taldi liljuna vera svo ómerkilega, að það væri mikil spurning,
hvort hún í sjálfu sér gæti kallast lilja. En áhyggjur sínar verja menn alltaf
með þessu, sem þeim sýnist vera svo ákaflega skynsamlegt: Að maður
krefjist svo sem ekki neins, sem sé óskynsamlegt, t. d. þess að vera fugl,
lieldur aðeins þessa ákveðna hlutar að vera ekki það, sem maður er, jafn-
vel þótt það, sem menn girnast, sýnist ákaflega lítilfjörlegt í annarra aug-
um. Þegar nú samanburðurinn hefir líkt og fuglinn með flögri sínu fram
og aftur æst upp girnd áhyggnanna og rifið hinn áhyggjufulla upp með
rótum, eða með öðrum orðum komið honum til að hafna því að vera það,
sem honum er ætlað að vera, já, þá getur í svipinn virzt, sem samanburð-
urinn flytji hinn áhyggjufulla að hinu þráða marki. Að vísu kemur hann og
sækir hann, en rétt eins og dauðinn sækir mann, því að hinn áhyggjufulli
ferst á flugi vansælunnar.
Hvað lærir hinn áhvggjufulli þá af liljunum? Hann lærir að láta sér nægja
að vera maður og hafa engar áhyggjur út af þeim mismuni, sem mönnun-
um er meðskapaður.
Sören Kierkegaard. (G. k. ]>ýddi.)
Helgun.
Ungur stúdent stóð lengi hugfanginn á málverkasafni frammi fyrir mynd
einni, sem bar vfirskriftina: „Maðurinn frá Galileu." Loks hvíslaði hann
hrærður: „Ó, þú maður frá Galileu! Ég vil ganga þér á hönd. Og sé nokk-
uð það í starfi þínu hér á jörðu, sem ég get lagt hönd að, getur þú treyst
mér upp frá þessu!“