Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 20
458
KIRKJURITIÐ
reyna mátt fyrirbæna yðar og
kristilegs kærleika, sem þér
hafið auðsýnt oss í verki. Fyr-
ir nokkrum mánuðum voru
nokkrir Norðurlandafulltrúar
hér hjá oss, og vér kynnumst
viðleitni þeirra til hjálpar
Ungverjum til þess að koma
á kirkjulegu frelsi. Nú hróp-
um vér á yður, kæru trúbræð-
ur, í nafni allrar ættjarðar
vorrar.
Stjórn Ungverjalands hefir
nú lýst yfir hlutleysi lands-
ins. Styðjið oss af öllum mætti,
svo að hlutleysi vort verði við-
urkennt og vér finnum leið-
ina til frelsis. Vér þráum, að
þjóð vor fái að lifa í Guðs-
friði og í friði við allar þjóð-
ir heims. Vér stöndum í dag
gagnvart mörgum erfiðum vandamálum. Þjóðin hefir misst marga
af beztu sonum sínum, og mörg heimili skortir nú fyrirvinnu.
Margir eru sárir, og oss skortir lyf. Mörg hús vor eru lögð í rúst,
og vér höfum beðið mikið veraldlegt tjón. Vér biðjum í nafni
Krists: Komið oss til hjálpar, Með kirkjulegum samtökum reyn-
um vér að gjöra allt, sem vér getum, til þess að hjálpa öllum
bágstöddum.
Blessun Guðs sé yfir öllum."
Rödd þessa manns er nú aftur þögnuð að sinni. En von er til
þess, að hann sé enn heill á lífi og limum.
Bæði Alkirkjuráðið og Lúterska heimssambandið hafa komið
miklum birgðum af matvælum og lyfjum til Búdapest og afhent
þær söfnuðunum, og jafnframt er lialdið uppi stöðugri bænagerð
fyrir öllum þeim, sem eiga að búa við ofbeldi og kúgun, hvar
sem er í heiminum.