Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 27
Scra J)clur Zyrfingur Oddsson, pró(asiur í Jivammi í Völum Verið ekki hálfvolgir í áhuganum. Verið brennandi í andanum. Andlát séra Péturs Odds- sonar 4. f. m. af slysförum hef- ir vakið þungan harm í hugum margra. A bezta aldri hvarf hann frá miklu og góðu starfi og un- aðslegu heimili, konu sinni og börnum, sem þörfnuðust svo mjög forsjár hans og föðurum- hyggju, hinu yngsta á fyrsta ári. Þó skal það fjarri að telja harmatölur, það myndi hann ekki sjálfur vilja. Hann unni bjartsýni og gleði og vissi, að kristindómurinn á huggun í sár- ustu sorgum. En minningu hans og mynd skulum vér geyma djúpt í hjarta. Hann var fæddur í Bolungarvík við ísafjarðardjúp 6. septem- ber 1912, og voru foreldrar hans Oddur Guðmundsson verzlunar- maður og Jósefína Bjarnadóttir kona hans. Hann var aðeins sjö ara> þegar hann missti móður sína. Hann ólst upp við hafið, feg- urð þess og blíðu, en einnig ógnþrunginn kraft við brimsorfna strönd. Hann vissi um hætturnar, sem búnar voru veiku fari, en lærði ungur að treysta vemarhendi Drottins. Fermingarfaðir hans, Sigurgeir biskup, hafði sterk áhrif á hann til trúar, bjartr- ar og fagnandi. Ungur gekk hann Kristi á hönd og varðveitti alla æfi þá trú, að innsti kjarni tilverunnar væri kærleikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.