Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 7
LJOS JÓLANNA
445
þú fara allt öðru vísi að. Það ert ekki þú, sem kveikir jólaljósið.
Það er kveikt af Guði sjálfum. Það skín í myrkrinu. Og þú átt
að taka á móti því, láta það lýsa og verma þinn eiginn hug og
hrekja þaðan myrkrið og óttann. Þá fá hin ytri ljós, sem þú hefir
kveikt á jólunum, nýja birtu. Ekki sízt, ef þú hefir kveikt þau
af innri þörf hjartans og til þess að veita öðrum birtu og fögnuð.
Með þeirri ósk og bæn, að svo megi verða, bið ég Guð að gefa
á hverju heimili og í hverju hjarta gleðileg jól.
SVEINN VÍKINGUB.
Bréf til lesenda Kirkjuritsins.
Hið íslenzka Biblíufélag er eitt af allra elztu félögum landsins, stofnað
1815. Tilgangur þess er að vinna að útbreiðslu Biblíunnar héir á landi í svo
vandaðri þýðingu, sem kostur er á hverju sinni.
Samkvæmt samningi við Brezka Biblíufélagið hefir það félag um mörg
undanfarin ár annazt prentun Biblíunnar og Nýja testamentsins handa lands-
raönnum.
Nú hefir stjóm Biblíufélags vors ákveðið að taka útgáfu þessa í sínar
hendur, enda ekki vansalaust að láta slíkt vera á erlendum höndum og
metnaðamiál, að þessi rit séu gefin út í landinu sjálfu, svo sem og var um
aldir. Hefir félagið þegar gefið út Nýja testamentið í vandaðri mynd-
skreyttri útgáfu.
Þessi framkvæmd kostar að sjálfsögðu allmikið fé, en ætti þó að vera til-
tölulega auðveld, ef landsmenn sjálfir bindast samtökum um hana, með
því að styðja og efla Biblíufélagið.
Em það tilmæli Biblíufélagsstjórnarinnar, að þér vilduð styðja þetta mál
raeð því að gerast félagi Biblíufélagsins og fá aðra til þess að gjöra slíkt
hið sama.
Árgjald er aðeins kr. 20.00 og ævifélagagjald kr. 500.00. Góðfúslega
sendið nafn yðar og heimilisfang, ásamt félagsgjaldinu, til biskupsskrifstof-
t^nnar. Með því styðjið þér gott málefni og leggið yðar skerf að eflingu
kristninnar í landinu.
F. li. stjórnar Biblíufélagsins,
Ásmundur GuSmundsson.