Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 21
KIRKJAN OG FRELSISSTRIÐ UNGVERJA 459 Þrír leiðtogar Alkirkjuráðsins, Franklin Clark Fry, forseti mið- stjómarinnar, Ernest Payne varaforseti og W. A. Visser’t Hooft framkvæmdastjóri hafa lýst því yfir, að kristnir menn um heim allan séu mjög hrelldir yfir hörmungum ungversku þjóðarinnar vegna frelsisþrár hennar bæði í þjóðlífi og kirkjulífi. Þeir minna þjóðirnar 165, sem eru í bandalaginu, á það, að virðing og traust geti ekki komið í stað hræðslu og tortryggni nema því aðeins, að þjóðirnar voldugu kippi burt okinu, sem varnar nú öðrum þjóðum þess að ráða sjálfar, við fullt frelsi, stjórn sinni og þjóðskipulagi. Er skorað á kirkjuna að veita at- beina öllum þeim, sem verði að þola þjáningar og raunir í frels- isstríði sínu. Þessi ályktun verður nú send yfirstjórn Rússnesku Orþódoxu kirkjunnar. Og væntanlega verða Ungverjalandsmálin tekin fyrir á kirkju- þingi Lúterska heimssambandsins næsta sumar, svo og Kýpur- málin og önnur þau, sem þeim eru skyld. Kirkjur margra þjóða liafa vottað Ungverjum innilega hlut- tekningu í nauðum þeirra með fyrirbænum og hjálp í verki. Er gott til þess að vita, að íslenzka kirkjan og íslenzka þjóðin, bæði Alþingi og rikisstjórn, hafa lagzt á eitt í þessum efnum. Nú líður að jólum, og enn einu sinni leikur um mannkynið eins og andvari frá hæðum boðskapurinn um frið á jörðu. Enn birtist mynd bamsins í jötunni, friðarhöfðingjans. í öllum kirkj- um heimsins mun hljóma jólalofsöngurinn: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefir velþóknun á. Og þó skín Betlehemsstjarnan einnig nú á dauðans val. Það er ein spurning, sem þjóðir heims og einstaklingar þurfa að bera upp fyrir sjálfum sér í dýpstu alvöru: Er rúm fyrir jóla- barnið í veröldinni? Er rúm fyrir það í þínu og mínu hjarta? Að sama skapi sem fáum vér svarað henni játandi, eignumst vér gleðileg jól. Kom þú, Drottinn Jesús. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.