Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 21
KIRKJAN OG FRELSISSTRIÐ UNGVERJA 459 Þrír leiðtogar Alkirkjuráðsins, Franklin Clark Fry, forseti mið- stjómarinnar, Ernest Payne varaforseti og W. A. Visser’t Hooft framkvæmdastjóri hafa lýst því yfir, að kristnir menn um heim allan séu mjög hrelldir yfir hörmungum ungversku þjóðarinnar vegna frelsisþrár hennar bæði í þjóðlífi og kirkjulífi. Þeir minna þjóðirnar 165, sem eru í bandalaginu, á það, að virðing og traust geti ekki komið í stað hræðslu og tortryggni nema því aðeins, að þjóðirnar voldugu kippi burt okinu, sem varnar nú öðrum þjóðum þess að ráða sjálfar, við fullt frelsi, stjórn sinni og þjóðskipulagi. Er skorað á kirkjuna að veita at- beina öllum þeim, sem verði að þola þjáningar og raunir í frels- isstríði sínu. Þessi ályktun verður nú send yfirstjórn Rússnesku Orþódoxu kirkjunnar. Og væntanlega verða Ungverjalandsmálin tekin fyrir á kirkju- þingi Lúterska heimssambandsins næsta sumar, svo og Kýpur- málin og önnur þau, sem þeim eru skyld. Kirkjur margra þjóða liafa vottað Ungverjum innilega hlut- tekningu í nauðum þeirra með fyrirbænum og hjálp í verki. Er gott til þess að vita, að íslenzka kirkjan og íslenzka þjóðin, bæði Alþingi og rikisstjórn, hafa lagzt á eitt í þessum efnum. Nú líður að jólum, og enn einu sinni leikur um mannkynið eins og andvari frá hæðum boðskapurinn um frið á jörðu. Enn birtist mynd bamsins í jötunni, friðarhöfðingjans. í öllum kirkj- um heimsins mun hljóma jólalofsöngurinn: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefir velþóknun á. Og þó skín Betlehemsstjarnan einnig nú á dauðans val. Það er ein spurning, sem þjóðir heims og einstaklingar þurfa að bera upp fyrir sjálfum sér í dýpstu alvöru: Er rúm fyrir jóla- barnið í veröldinni? Er rúm fyrir það í þínu og mínu hjarta? Að sama skapi sem fáum vér svarað henni játandi, eignumst vér gleðileg jól. Kom þú, Drottinn Jesús. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.