Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 11

Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 11
PISTLAR 153 — Eins og núna, svarar hann. Eins og núna. Maður kunni ekki að hxæð- ast. Allt miðast að því að bjarga því, sem bjargað verður. Upp úr þessu förum við að ræða um trú og forsjón, og þá varð mér fyrst ljóst, að karlmennska á ekki alltaf rætur að rekja til stríðslundar. Hún getur einnig verið sprottin af blíðlyndri þrá eftir góðri uppskeru. — Ég hefi verið trúaður allt mitt líf, segir Sturlaugur með votan glampa i augum, ég hefi alltaf falið mig þeirri forsjá, sem skapaði tungl og stjörn- Rr. Maður stendur aldrei lengur en maður er studdur. Ef við trúum á sjalf okkur og forsjón Guðs, verður alltaf eitthvað til bjargar. Og hann bætti við: — Oll mín skipstjórnarár bað ég fyrir skipi og mönnum, um leið og við sigldum úr höfn. Og það reyndist vel. Það meiddist aldrei maður undir minni stjórn, en eitt sinn missti ég stýrimann fyrir borð, — og náði hon- um á síðustu stundu. Og að lokum: Eg er orðinn sjötugur, og þessu fer að ljúka. En ég kvíði ekki meira fyrir að deyja en að ganga hér út um dyrnar. Það er auðlesið milli línanna, hverjum hann hefir kosið að fy]gía þessi sægarpur, og Ijóst hvernig það hefir reynzt honum. Hann má geist um það vita. Albert Schweitzer er nú manna mest á orði í heiminum. Bók- unum um hann rignir niður um allar jarðir. Fregnir af mann- uðarstarfi hans berast milli póla. Ég heyrði því nýlega fleygt, að saga og afrek þessa einstæða manns ættu enga rót að rekja til kristintrúar hans né Kristshollustu. Vafalaust var þetta dreg- ’ð af flugufregnum af guðfræði doktorsins, en þar fer hann sínar eigin leiðir. Hitt mættu allir vita, sem nokkuð þekkja til hans, að líf hans er beinlínis guðsþjónusta. Hann hét því á 'Aveðnum stað og stundu að gjalda að nokkru gjafir Guðs 1T]eð því að líkna meðbræðrum sínum eftir mætti. °g alveg nýlega sá ég eftirfarandi ummæli, sem lýsa í stuttu en fógru máli viðhorfi Alberts Schweitzers til hins upprisna. - Hann (þ. e. Kristur) kemur til vor óþekktur og nafnlaus,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.