Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 13

Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 13
PISTLAR 155 ar það er haft í huga, að óhætt er að fullyrða, að sé saga ís- lenzkrar menningar rakin allt frá öndverðu og fram á þennan dag> er óhætt að staðhæfa, að prestastéttin stendur þar ekki höllum fæti gagnvart leikdómurum, — né neinni annarri stétt. Þess vegna er líka spurningin, hvort, þrátt fyrir ýmsar ávirð- ingar prestastéttarinnar, sé nokkur ástæða til, né þörf á, að rægja hana við alþjóð. Það má líka spyrja, í hvaða tilgangi það sé gert og hverjir eigi að taka við af prestunum. En það er samt önnur hlið á þessu máli, sem mér kom fyrst í hug og er ef til vill alvarlegust. Þjóðkirkja íslands nýtur samkv. stjórnarskránni verndar og stuðnings hins íslenzka ríkisvalds. Hún er því, illu eða góðu heilli, nokkurs konar ríkisstofnun. Nú skal ég ekki gera neinn samanburð á stjórnarfarinu í austri eða vestri. En þá er miklu logið og það jafnvel af því blaði, sem birtir ofangreind ummæli, ef það getur ekki varðað allmiklu, já, lífið sjálft að viðhafa slík ummæli um stjórnar- stofnanir og stjórnarembættismenn a. m. k. í Ungverjalandi og sennilega víðar austan „jámtjalds“. Þess vegna furðar mann á því, að Á. Hj., sem sterkar líkur benda til að hafi nokkurn skilning á og samúð með hinum aust- rænu ríkjum, skuli láta svona ásakanir uppskáar. En raunar hverfur þó þetta allt fyrir þeim feginleik og vel- líðan, sem um mann fer við að hugsa til þess, að Á. Hj., þótt hann sé sennilega hræsnislaus, frjálshuga og umburðarlynd- Ur, skuli vera alveg hættulaust héma megin — bæði í eigin- legum og óeiginlegum skilningi. Gróðrarnálar. Eitt ,sem spáir góðu í akri kirkjunnar, er ört vaxandi æsku- lyðsstarfsemi. Enda færist hún í aukana um allan heim sakir aðkallandi nauðsynjar. Æ fleiri prestar halda einhverjar barna- guðsþjónustur eða barnasamkomur með margs konar móti eft- U' aðstæðum. Og þær eru vel sóttar. Mér virðist helzt til baga,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.