Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 15

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 15
Neskirkja í Aðaldal Árið 1953 átti kirkjan að Nesi í Aðaldal fimmtíu ára afmæli. Ætlunin var að minnast afmælisins með hátíðarhöldum á því sumri. En ýmsar ástæður hindruðu, að slíkt gæti orðið. Kirkj- unni bárust miklar gjafir á þessu og næstu árum. Endurbætur ýmsar hafa verið gerðar bæði á kirkjuhúsinu og kirkjugarð- inum. Söfnuðurinn stóð einhuga um þessar umbætur og sá hvorki í tíma né peninga, til þess að allt yrði sem bezt af hendi leyst. Saga kirkjunnar er í stuttu máli þannig: „Árið 1903 var reist timburkirkja að Nesi í Aðaldal, stærð er 14X11 álnir, söngloft í vesturenda, 4 álnir þvert yfir kirkju, en frá því svalir að norðan og sunnan 3 álnir. í kirkjunni eru 13 fastir bekkir, er hver rúmar 6 til 7 manns, og auk þess eru 12 lausir bekkir í kór og á lofti. Kirkjan er tumlaus, en stór kross prýðir hana.“ Þannig er í stuttu máli lýsing kirkjunnar, árið eftir, að hún er reist. Við þetta má bæta, að byggingarkostnaður var kr. 3846.00, og var það mikil upphæð fyrir lítinn söfnuð í þá daga. En peningarnir voru að mestu til í sjóði. Skuld var aðeins kr. 350.00. Orgellaus var kirkjan fyrstu árin. Forsöngvari hafði lengi verið Bjarni Benediktsson bóndi, Hellnaseli (d. 1947). Var hann söngmaður góður og mikill fjörmaður. Árið 1907 var keypt notað orgel, en dágott. Og orgelleikari var ráðinn Jón Jónsson 1 Brekknakoti í Reykjahverfi. Voru honum greiddar kr. 2.00 fyrir hverja ferð niður í Nes í söngerindum. Þetta var löng leið og oft erfið. Brekknakot er í annarri sveit og annarri sókn, °g yfir lága heiði að fara og Laxá, sem oft var slæmur farar- tálmi. Nýja kirkjan var reist lítið eitt sunnar en sú gamla, sem var

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.