Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 24
166 KIRKJURITIÐ Þetta verður að lokum að vera svarið við spumingunni um þann flokk- inn, sem vér höfum talið vera „óeinlæga vantrúarmenn": Það að hafa ráðrúm og tækifæri til að leita sannleikans, en neyta þess ekki, er að stofna sér í mikla hættu. Ef þeir eiga sjálfir sök á því, að þeim tókst ekki að veita opinbermnni viðtöku, þá eiga þeir hlut með vantrúar mönnunum. Þeir hafa borið siðfræðilega ábyrgð, en hlaupizt undan henni. Vér get- um aðeins falið þá náð hans, sem bað: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ J. W. C. Wand. Upp brattann. Hvort er á fótinn alla þessa leið? Já, alveg þar til náð er hæstu brún. Og stendur ferðin fram á næturskeið? Já, fram til kvöldsins, vinur, stendur hún. Er nokkur völ á góðum gististað? Já, gisting fæst er húmið fellur á. En getur ekki myrkrið meinað það? Nei, myrkrið bægir engum staðnum frá. Hvort hitti eg aðra heldurðu á þeim stað? Já, hvem þann, sem á undan farinn er. Á eg að berja er eg held í hlað? í húsi því er beðið eftir þér. Og mun eg nokkra hressing hljóta þar? Já, hraktir þarna mæðulaun sín fá. Og veiztu, hvort mér beður búinn er? Já, beð fá allir, sem að þangað ná. Christina-Rossetti. — (G. Á.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.