Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 29
UM SÓLARDANSINN 171 ráð er oss gefið í Fjallræðunni og með öllum öðrum fyrirmæ^um hans. Höfuðspumingin er því þessi: Trúi ég þeim sannleika, sem Kristur opin- berar? Trúi ég því, að hann sé Drottinn, sá Drottinn, sem allur mátturinn tilheyrir, ekki aðeins á himni og á komandi tímum, heldur hér og nú. Munu hinir hógværu erfa landið, eða er sú fullyrðing einhver villa, sem oss ber að forðast og snúa baki við? Eða get ég treyst því sakir þess, »>að himinn og jörð munu líða undir lok, en orð hans munu ekki undir lok líða?“ Eg játa, að þessi afstaða virðist vera fremur einfaldleg og er það lika, en ég get ekki skihð né treyst fagnaðarerindinu án þess að draga þessa ályktun, að Jesús hafi á réttu að standa, og ég hafi rangt fyrir mér, hve- nær sem og hvar sem ég reyni að leita annarrar lausnar. Mér er ljóst, að þessi afstaða mun ekki leysa vandamál framtímans og mannkynsins á komandi dögum, en eitt er ég samt algjörlega sannfærður um: að sannur »,friðarsinni“ er nær því að feta í fótspor Krists heldur en hinn, sem reynir að réttlæta stríðið á þeirri forsendu, að það geti verið réttlátar aðfarir, er manni beri að eiga hlut að. Ég hefi orðið friðarsinni vegna þessa, að ég aðhyllist þá meginreglu að hafna valdbeitingu og ofbeldi, af því að Guð ætlast til að ég rísi gegn slíku, því að Kristur talaði, lifði °g dó samkvæmt þessu boði og fyrirheiti: „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.“ Martin Niemöller. — (G. Á. þýddi.) Xlm Sólardansinn ÍÞegar ég var að alast upp á fyrstu tugum þessarar aldar, heyrði ég °ft talað um sólardansinn, en nú í mörg herrans ár hefi ég engan mann beyrt tala um hann. Umræður á liðinni tíð um þetta fyrirbæri rifjuðust UPP fyrir mér, þegar ég las frásögn eftir Magnús Bjömsson í 10. hefti Kirkjuritsins 1956. í tilefni af því talaði ég við gamla konu hér í sveit, °g svo vel vildi til, að hún hafði sjálf séð sólardansinn. Það var gömul trú, sagði hún, að sólardansinn sæist ekki, nema þegar páskadag bæri UPP á sama mánaðardag og Kristur reis upp. Þessi kona vill ekki láta Oafn síns getið, og fer frásögn hennar hér á eftir: ■ð- fyrsta tug þessarar aldar átti hún heima á bæ vestan Vatna í Skagafirði, nálægt miðju héraði. Þaðan er góð útsýn yfir Hólminn, og Blönduhlíðarfjöll bera við loft í austurátt. Bóndinn á bænum trúði því

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.