Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 36
Kirkjuvikan í Wisconsin (ur bré(i frá séra Ólafi Skúlasyni, lil riístl. Xirkiuritsins) Mér var boðið til Wisconsin til að vera gest-prédikari. Var ég hálfragur við að þiggja boðið, en þar kom, að ég lét tiileiðast. Kostaði þetta mig töluverðan undirbúning, þar sem ég átti að prédika sex sinnum á fimm dögum, auk ýmislegs annars, sem mér bar að gera. En ekki sé ég eftir að hafa farið, þessi vika mun ætíð vera á meðal þess, sem hæst ber í minningum mínum frá dvöl okkar vestra. Eg fór með jámbrautarlest til Minneapolis, þar átti ég að hitta prest að nafni Dr. McCreary, er hann fastur starfsmaður eins Kirkjufélagsins hér, hafði ég aldrei séð hann áður né hann mig. Var ég þess vegna hálfkvíðinn, og óttaðist, að hann mundi ekki þekkja mig innan um mannfjöldann á járnbrautarstöðinni. En ég treysti á það, að ég mundi geta þekkt hann úr fjöldanum, þar sem það er nú svona eitthvað við blessaða prestana, sem gefur til kynna, hvaða starfa þeir gegni! En ekki bar sú tilraun mín neinn árangur, og væri ég þar sjálfsagt enn, ef ekki liefði verið klappað á öxl mér og spurt, hvort ég væri ekki Pastor Skúlason frá Mountain. Og þá dagaði nú alveg yfir mig, þar sem sýnilegt var, að ég hafði þegar „eignazt" þetta eitthvað, sem gefur til kynna, að maðurinn sé prestur! Við tókum þriðja manninn með, sá heitir Dr. Auhlén, er hann prófessor við Guðfræðiháskólann í Minneapolis. Talar hann góða sænsku, og hafði ég gaman af að sjá, að sænska Biblíu og bænarkver á sænsku hafði hann með sér og las. Var honum farið eins og mér, að í bænalífi okkar verðum við að tala við Guð á því máli, sem okkur er kærast. Mun ég alltaf muna svar íslend- ings, sem hér hafði dvalið frá barnsaldri, er við ræddum um þetta, og hann sagði: „Mér finnst nú alltaf, að Guð skilji ekki einu sinni ensku!“ Við þremenningarnir héldum, sem leið liggur, með fram Missisippi- fljótinu. Var það fögur leið og skemmtileg, enda þótt náttúran væri ekki enn klædd sínum fegursta skrúða. Væri gaman, ef þú hefðir tíma í sum- ar, að fara þessa leið hafir þú ekki farið hana áður. Okum við hægt og rólega og gættum að öllu. Var ekki hægt að nota orðtakið, sem þeir nota í kringum Mountain í sambandi við akstur þessa prests, en þeir segja tíðum, er þeir sjá hratt ekið: „Þessi ekur nú rétt eins og prestur!" En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.