Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 41
»j«a »«- '«u uu n» ■ «a «»' n»—-■■n" — j Erleodar frcttir j Kaþólskir Og lúterskir kirkjuleiðtogar bæði í Frakklandi og Algir hafa fordæmt hermdarverk beggja deiluaðila, og kvatt til stöðvunar hryðjuverka og til réttláts friðar. Kirkjan að starfi. Svo nefndist sýning, sú fyrsta sinnar tegundar, sem haldin var í Lundúnum snemma í marz. Mest var um myndir að ræða frá trúboðsakrinum en einnig ýmsa minjagripi og einnig margar skýr- ingartöflur. Mörg erindi voru haldin, m. a. af Stephen Neill, er ýmsum isl. prestum er kunnur. Þá var og sjónvarpsþáttur eitt kvöldið. Fyrsta útvarpsguðsþjónustan í Ungverjalandi eftir byltinguna var 17. febrúar sl. Ordass biskup talaði. „Eruð þið að hugsa um að skilja? Hringið fyrst til okkar.“ Svo hljóðandi auglýsing birtist í einu blaðinu í Helsingfors núna í vetur. Það voru prestshjón, sem að henni stóðu. Næstu daga voru það mörg hundruð manns, sem töluðu við þau. Og fullyrt, að þetta hafi komið að miklum notum. Sera Helga Jensen, hin danska, hefir nú messað við mikla aðsókn bæði í Noregi og Svíþjóð. Hefir enginn kvenprestur áður framkvæmt þar guðsþjónustu. Makaríos, erkibiskupi og félögum hans, hefir verið sleppt úr haldi, °g er hann frjáls ferða sinna utan Kípur. Þessi ákvörðun brezku stjóm- arinnar mælist vel fyrir, og vona menn, að hún sé fyrsta skrefið til sátta 1 Kípurdeilunni. En hún hefir til þessa kostað hörmulegar blóðfómir °g valdið miklu ranglæti. Guðfræðinámskeið fyrir miðaldra leikmenn. Norska vikuritið, ”Var Kirke“ bar nýlega fram tillögu þess efnis, að stutt guðfræðinám- skeið verði haldin fyrir leikmenn á miðjum aldri, svo að þeir geti tekið a fyllri þátt í ýmsum störfum kirkjunnar og bætt þannig úr presta- skorti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.