Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 42

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 42
184 KIKKJURITIÐ Kvikmyndir um trúarleg og kirkjuleg efni, sem sýndar eru víða í kirkjunum, ryðja sér nú til rúms í Bretlandi og víðar. Er þess að vænta að þær flytjist bráðlega liingað, ekki sízt í sambandi við barma- og unglingastarf kirkjunnar. Stjórn Suður-Afríku verður að láta undan síga vegna mótmæla allra kirkjudeilda þar í landi, annarra en hinnar kalvínsku, gegn því, að hvítir nienn og svartir haldi sameiginlegar guðsþjónustur. Er þetta fyrsti ósigur þessarar hvítu S.-Afríkustjórnar í þeim jafnréttis- og mannúðar- málum, sem harðast er um deilt. Benediktos Papadopulos erkibiskup í Tiberiu hefir verið kjörinn patriark grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Jerúsalem. Dr. Geoffrey ciayton, erkibiskup í Höfðaborg í Suður-Afríku, varð bráðkvaddur í síðastliðnum marzmánuði fáum mínútum eftir að hann hafði imdirritað mótmælaskjal gegn lagafrumvarpi Strijdom-stjómarinn- ar þess efnis, að hvítum mönnum og þeldökkum væri óheimilt að sækja sameiginega kirkju. — Kirkjudeildimar í Suður-Afríku gerast nú sískel- eggari í baráttu sinni gegn ranglætinu í garð hinna innfæddu. — Hinn látni erkibiskup tók við embætti sínu 1948. Hafði áður verið biskup i Jóhannesarborg frá 1937. Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, er tíður kirkjugestur og góður málsvari þess, að kristindómurinn hafi sem bezta aðstöðu til að auðga og bæta þjóðlifið. En líku máli gegnir, svo sem kunnugt er, um marga mikilhæfustu og kunnustu stjómmálamenn Englendinga. Wemer Eggerath, ambassador austur-þýzku stjórnarinnar í Bukarest, hefir verið kallaður heim og skipaður kirkjumálaráðherra. Er það nýtt embætti í Austur-Þýzkalandi. Dr. OttO Dibelíusi hefir verið meinað að koma til Austur-Þýzka- lands í vísitazíuferð. Er sakaður um að vera of háður Adenauer, einkum sakir þess, að Dibelíus hefir fallizt á að skipa herpresta í V-þýzka hernum. Nýr biskup í Jerúsalem hefir nú verið skipaður af erkibiskupi Kantaraborgar. Heitir sá A. C. Macismes og hefir áður starfað lengi á vegum kirkjunnar í Austurlöndum við góðan orðstír.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.