Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 47

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 47
INNLENDAR FRÉTTIR 189 leigu, ef af þessu yrði. Niðurstaðan var sú, að séra Ingimar stóð fyrir rekstri sjómannastofu þama það sumar með styrk úr rikissjóði um mán- aðarskeið. 1955 lá starfsemin niðri. — 1955 var ég settur til að taka að mér aukaþjónustu á Raufarhöfn. Ég hugsaði mér þá að taka þráðinn upp aftur, þótt ég gæti ekki starfað þarna beint við. Ég vann að þvi fyrir sunnan í fyrravor að fá Stórstúkuna til að styrkja þetta að nokkm. Veitti stúkan fyrir atbeina Brynleifs Tobiassonar kr. 1000.00 til starf- seminnar. Og er ég honum og stúkunni mjög þakklátur fyrir það. Úr ríkissjóði fengust kr. 4000.00. — Til daglegrar gæzlu stofunnar réði ég Kristin Kristjánsson, Nýhöfn. Húsnæði lagði Kaupfélag Norður-Þing- eyinga til ókeypis. Auk þess lánaði það stóla til rekstursins. Borð vom fengin að láni í barnaskóla Raufarhafnar. Dívana lánaði Kristinn Agústs- son, Kópaskeri. Áður en starfsemin hófst, fór ég til Raufarhafnar til þess að koma húsgögnum fyrir og sjá uin ýmislegt, er að rekstri laut. — Stofan starfaði um mánaðartíma, og var hún ekki mikið sótt fyrstu viku, var þá aflalirota mikil. En sérstaklega í tvær vikur, segir umsjónarmaður, að nær hvert sæti hafi verið skipað daglega. Segir hann, að sjómenn hafi verið mjög þakklátir fyrir að geta haft þarna athvarf. Umgengni var mjög prúðmannleg frá þeirra hálfu. Sátu menn þarna og lásu, spil- uðu eða tefldu. Flest helztu blöð voru send ókeypis. — Ein bókagjöf barst m]'ög höfðingleg: Ámi Bjarnason bókaútgefandi, Akureyri gaf stofunni 40 bindi góðra bóka. Er slíkt mjög þakkarvert. — Páll Þorleifsson. Silfurstjakar tveir, forkunnar fagrir, hafa verið sendir fyrir skömmu Skálholtskirkju að gjöf. Gefandi er Prestafélagið sænska. Stjakarnir eru iyrst um sinn til sýnis í Þjóðminjasafninu. Æskulýðsmessur og fleiri samkomur fyrir ungt fólk voru haldnar sunnudaginn 24. marz á ýmsum stöðum um landið einkum í Eyjafjarðar- °g Barðastrandarprófastsdæmum. Hvern einasta dag er mér það augljóst, hve líf mitt, bæði andlegt og ukamlegt, á mikið að þakka erfiði annarra manna, lífs og liðinna. Þess Vegna verð ég að leggja hart að mér til að gefa eitthvað til endurgjalds ^yrir allt, sem ég hef þegið. — Einstein.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.