Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 5
HJARTA YÐAR SKELFIST EKKI
243
sér kristilega bjartsýni telur hann, að mönnunum sé nauðsynlegt
að þroska trúarlíf sitt, menn skuli trúa á Guð, föðurinn, hann
sjálfan, Jesú Krist, og á framhald lífsins út yfir gröf og dauða,
á híbýlin mörgu í hásölum Drottins.
Einhvers staðar rakst ég á þessa dæmisögu: — Dag nokkurn
kallaði myrkrahöfðinginn alla helztu ráðgjafa sína saman og
heimtaði af þeim, að þeir legðu á ráðiií um það, hvernig stöðva
skyldi kirkjugöngur manna, sem svo mjög hafa verið að færast
í vöxt nú hin síðari ár víða um heim, og yfirleitt glepja menn
í leit þeirra eftir Guði. Ýmsir ráðgjafanna komu fram og lögðu
á ráð, en höfðingjanum féll ekkert þeirra í geð. Loks kom einn
fram og sagði: Sendu einhvem snjallan kennimann og láttu
hann segja mönnum, að það skipti engu máli, hvort þeir trúa
nokkru eða engu um kristileg efni. Enginn geti vitað, hvort lífið
hafi nokkurn tilgang eða takmark eða ekki, hvort nokkurt fram-
haldslíf sé til, eða hvort mennirnir verði nokkru sinni kvaddir
til reikningsskapar fyrir gjörðir sínar. Þessum ráðum var fylgt,
°g þau gáfust svo vel, að stórir hópar manna féllust á þessa
kenningu, og hefir hún síðan verið hrópuð af þökum ofan í nafni
heilbrigðrar skynsemi og vísindalegrar þekkingar.
Og nú stæra menn sig tíðum af því, að þeir séu vantrúar-
menn. í sjálfu sér er það hin mesta hugsunarvilla. Allir trúum
við á eitthvað, eða einhverja. Þegar við stígum upp í eitthvert
af hinum hraðskreiðu farartækjum nútímans, þá trúum við þeim,
sem við stýrið heldur, bókstaflega fyrir lífi og limum. Við borð-
Urn í þeirri trú, að fæðan geymi þau næringarefni, sem líkaminn
þarfnast. Við sendum börnin og æskulýðinn á skóla í þeirri trú,
að þau muni hljóta þá fræðslu, sem þeirn megi að gagni koma
fyrir lífið. Við leitum læknis í þeirri trú, að hann, vegna þekk-
lngar sinnar og reynslu, fái ráðið bót á lasleika okkar og mein-
semdum. Menn stofna til hjónabands, steypa sér í skuldir, starf-
rækja stofnanir og fyrirtæki í trú, og svo mætti lengi telja. Hvar
sem litið er, lifum við og hrærumst í trú fremur en þekkingu
eða fullvissu um framtíðina.
Það virðist því ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að eins og trú-
111 rnótar allt hið daglega líf og framferði manna, þá hljóti hún