Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 38
276
KIRKJU’BITIÐ
og er tekinn höndum þar sem hann var vanur að hafast við, því að
Júdas þekkti staðinn. Að líkindum hafa þúsundir sótt fram þessa nótt.
Kylfumar, sem nefndar em, sýna það, að handtaka Jesú hefir ekki átt
sér stað nóttina eftir páskamáltíð Gyðinga, því að þá hófust hvíldar-
dagsreglumar. Menn máttu að vísu búast sverði, kesju, spjóti, boga og
skildi til skrauts, en kylfur mátti ekki bera frekar en aðrar byrðar. Þær
einar (Mar. 14,43) afsanna dagatal samstofna guðspjallanna í píSlarsög-
unni, en staðfesta Jóhannesar.
Lærisveinar Jesú höfðu með sér tvö sverð, var það ekki mikið gegn
þúsundföldu ofurefli, en samt nóg til þess að ákalla hjálp himinsins á
þessari opinberunarnótt, er allir englar og árar höfðu vígbúizt. í þeirri
trú bregður Pétur sverði. En Jesús stöðvar hann og vísar á bug öUum
slíkum heilabrotum og vonum. Alls ekkert upphlaup verður, sem hinir
höfðu óttazt, og Jesús er tekin höndum bardagalaust — og jafnframt
minnka mjög vonirnar um það að fá hann dæmdan fyrir upphlaup. Og
sjálfur skírskotar Jesús til þess, að hvorki hann né fylgjendur hans hafi
barizt með vopnum og þar af leiðandi ekki keppt að pólitísku marki
Frammi fyrir dómstólli Pílatusar hefir þetta verið þungt á metunum.
Málsóknin gegn Jesú er bæði trúarleg og pólitísk. Hann er leiddur
fyrir öldungaráðið á óformlegum næturfundi. Ef til vill hefir Páll verið
viðstaddur þar til frásagnar en ekki með atkvæðisrétti. Menn ákæra Jesú
fyrir það, að hann hafi stofnað til leynisamtaka (Jón. 18,19 m). Því neit-
ar Jesús og sýnir bæði þá og síðar í réttarhöldunum, að hann er stór-
um betur að sér í gyðinglegri réttarlöggjöf en þeir. Vitnaleiðsla byrjar,
en brestur. Það liggur við, að réttarhöldin fari í strand. Kaifas, sem
stýrir réttarhöldunum og er æfður orðinn á því sviði, leitast við að hræða
Jesú og raska ró hans (Mark. 14,60). En það mistekst algjöriega. Jesú
veit, að ráðið er skyldugt til þess eftir mistökin við vitnaleiðsluna að
ógilda dauðadóminn, lýsa sýknun hans og dæma falsvitni. Fyrir því þeg-
ir hann alveg.
Við það stranda réttarhöldin. En þá grípur Kaifas til þrautaráðsins.
Hann spyr Jesú, hvort hann sé Messías. Hann játar og kveðst vera
manns-sonurinn með þeim orðum, sem ísrael á helgust. Kaifas rífur klæði
sín. Allir fylgja dæmi hans. Og Jesús er dæmdur til dauða fyrir guðlast.
Snemma næsta morgun er formlegur fundur haldinn í öldungaráðinu
og staðfestir sá dóminn um nóttina áður. En dómurinn var kveðinn upp
eftir gyðinglegri löggjöf um villutrúarmenn. Nú var allt undir Pontíusi
Pílatusi komið.
Litlu munaði, að þetta velti um taflinu fyrir Kaifasi. Pílatus hefir alls