Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 18

Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 18
Samvinnuncfnd norrænna prestafélaga hélt sinn fyrsta fund í Járvenpáá í Finnlandi dagana 7.—10. maí síðastliðinn. Mættir voru fulltrúar frá öllum félagsmönn- um, nema því danska, en bréf barst frá formanni þess, ásamt boði um, að næsti fundur yrði haldinn í Danmörku árið 1958, og á hann að verða til undirbúnings norrænum prestafundi í Danmörkú (Jótlandi?) árið 1959. Var boðinu tekið með þökk- um. — Hinn fyrsta dag fundarins hélt dr. Thord Goddal, dóm- prófastur frá Osló, fyrirlestur, er hann nefndi „Prástens kraft och kraftlöshet". — Þau mál, sem rædd voru, snertu mest presta- félögin og samstarf þeirra. Dr. Ove Hassler frá Svíþjóð hóf um- ræður um fyrirkomulag á prestskosningum og skipun presta- kalla, og aðrir fulltrúar lýstu þróun þeirra mála, í sínum heima- löndum. Virtust Norðmenn einna ánægðastir með sitt fyrir- komulag, en auðfundið er, að vandamálið er alls staðar hið sama, sem sé að finna heilbrigt jafnvægi milli vilja safnaðanna, hagsmuna kirkjunnar í heild og prestastéttarinnar. — Annan fnndardaginn var farið til biskupssetursins í Borgá, þegnar góð- gerðir bæði hjá Rosenquist biskupi og hjá dómkapítula (kirkju- ráði) biskupsdæmisins. Plefir biskupsembættið þar fomt og sögufrægt hús fyrir starfsemi sína. Á fundi, sem þar var hald- inn, voru einnig nokkrir af prestum staðarins. Rosenquist bisk- up flutti erindi um það, hvernig norrænar kirkjur gætu helzt látið til sín taka sameiginlega í sambandi við vandamál tím- ans. Hann minntist á sérstöðu norrænnar kirkju á hirium al- kirkjulega vettvangi. Gott samband væri á milli. Skipulag væri svipað. Allar hefðu t. d. varðveitt biskupsembættið. Miðalda- arfurinn væri að ýmsu leyti betur varðveittur hjá þeim en ýmsum öðrum, t. d. í sambandi við helgisiði. — Guðfræðileg vísindi hefðu blómgast á Norðurlöndum í seinni tíð, svo að mikið tillit væri tekið til norrænna guðfræðinga út um heim- inn. í alkirkjulegri samvinnu væru norrænir menn mjög fengn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.