Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 20
258
KIRKJUBITIÐ
prestum í Helsingfors. Þar flutti próf. Aimo T. Nikolainen fvr-
irlestur um embætti kirkjunnar, samkv. Nýja testamentinu. A
eftir snerust umræðurnar aðallega um það, hvernig kirkj-
an skyldi snúast við þeirri hugmynd, að konum yrði veitt
prestsvígsla. Allir voru sammála um það, að þegar í frumkristn-
inni hefðu konur gegnt störfum í söfnuðinum, t. d. líknarstörf-
um, er erfitt væri að finna skýr rök með eða móti prestsvígslu
kvenna. Virðast guðfræðingar Norðurlandakirknanna hallast að
þeirri skoðun, hvað sem hinum guðfræðilegu rökum líður, að
konum hentaði fremur önnur störf en prestsstarfið, enda eru
líknarsystur safnaðanna fjölmenn stétt á Norðurlöndum. Sumir
eru þeirrar skoðunar, að réttast sé að fara sér hægt í þessu
efni, vegna þess klofnings, er það kynni að valda í kirkjulegu
samstarfi. Undirritaður skýrði frá því, að málið hefði enn ekki
orðið „aktívt“ hér á landi en biskup hefði lýst því vfir, að
hann mundi vígja konu til prests, ef til slíks kæmi. Lét ég í
ljósi þá skoðun, að úr því að ekki væri um skýr guðfræðileg
rök að ræða, væri réttara að leyfa konum prestsvígslu en eiga
á hættu að útiloka konur, sem fengið hefðu köllun til að boða
fagnaðarerindið og fullnægðu að öðru leyti settum skilyrðum.
— Seint um kvöldið var haldið aftur til Járvenpáá.
Daginn eftir voru rædd ýms samvinnumál presta. Dr. Hassler
bar fram tillögu um það, að norræn prestafélög byrjuðu undir-
búning að menningarstofnun, er hefði með höndum söfnun
sögulegra gagna um menningarstörf prestastéttarinnar og
prestsheimili fyrr og síðar. Hefir þegar orðið til vísir að slíkri
stofnun í Þýzkalandi. Var samþykkt, að fulltrúarnir söfnuðu
hver í sínu landi nokkrum gögnum, er síðan skyldu send til
dr. Hassler í Linköping.
Undirritaður bar fram þá hugmynd til athugunar, að presta-
félögin beittu sér fyrir því, að út yrðu gefin ágrip af kirkjusögu
Norðurlanda, með sérstöku tilliti til þess að þær skipuðu sér-
staka heild (Ekumenisk kirkehistorie.) Var ákveðið að undirbúa
málið, en svo einkennilega vildi til, að á heimleiðinni gisti ég
hjá dómprófastinum í Gautaborg, dr. Askmark, og sýndi hann
mér þá handrit að sam-norrænni kirkjusögu, er liann hefh'