Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 26
3rá Spáni
Ungur, íslenzkur menntamaður, Þórður Sigurðsson, dvaldi síðastliðinn
vetur við nám á Spáni, og fer hér á eftir umsögn hans um ýmis atriði, er
líklegt má telja að lesendur Kirkjuritsins hafi áhuga á:
Landið er harla misjafnt, auðugt á ýmsan hátt, en verkmenning á frem-
ur lágu stigi. Fólkið elskulegt, glaðvært og hjálpsamt, áhyggjulítið, og
fremur værukært. Skiptist aðallega á þrjár stéttir: auðmenn, millistétt,
sem býr við sæmileg lífskjör, og sárafátækan almúga. Verkalaun oftast ekki
meiri en sem svarar 16 kr. ísl. á dag. Hafa því fjöldamargir naumast til
hnífs og skeiðar. Ólga er líka allmikil undir niðri, bæði gegn kirkjunni og
ríkisstjóminni, enda má segja, að það séu tvær hendur á sama líkama.
Kaþólska kirkjan mun hvergi öflugri en á Spáni. Níu ráðherrar Francos
af 18 eru sem stendur í beinum tengslum við kirkjuna, úr flokki manna,
sem er með einhverjum hætti trúardega heitbundinn. (Opus Dei.) Ilinir
eru af herforingjastétt. Falangistar, þ. e. beinir flokksmenn einræðisherr-
ans, fá ekki ráðherraembætti sakir þess, að þeir fylgja aðskilnaði ríkis og
kirkju. Ekkert blað né bók kemur út, nema gengið hafi í gegnum tvöfalda
ritskoðun: pólitíska og kirkjulega. Skólar eru undir eftirliti eða í höndum
kirkjunnar. Engir innlendir mega stunda háskólanám nema skrá sig
kaþólska. Viða eru heiil þorp og sveitir, þar sem ekki eru skólar, m. a.
þar sem prótestamir hafa áður rækt skóla, sem nú eru bannaðir. Svo er
t. d. í El-Escorial skammt frá Madrid. En þar var hið fræga klaustur, er
Filippus annar lét reisa. Stóð þar og bústaður hans, sem hinn kunni þýzki
prestur Friedrich Fliedner keypti og gerði að skólasetri, en kaþólskir síð-
ar endurreistu í fornri myxid fyrir áeggjan Fliedners. Sonur hans er nu
prestur mótmælenda í Madrid. Verða þeir að halda guðsþjónustur sínar
í kyrrþey, mega heldur ekki auglýsa starf sitt. Sem sagt, ekkert trúfrelsi
í landinu.
Margir klerkar virðast þeirrar skoðunar, að bezt sé að alþýða manna
sé ólæs, svo að hún lesi sér ekki neitt til sálartjóns.
Sú stórfurðulega nýlunda gerðist samt um síðustu páska, að kaþólska
kirkjan hóf áróður fyrir lestri Ritningarinnar. Var Nýja testamentið gefið
út í mjög ódýrum útgáfum og hefir 'lika mnnið út. En guðfræðin er bæði
næsta gamaldags og einhæf. Meira að segja era vart aðrir höfundar lesn-
ir í heimspeki en Tómas frá Apvínum og Aristoteles.