Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 13

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 13
PISTLAR 251 játningum. Aðeins af skilningi vorum á Ritningunni samkvæmt beztu samvizku. En jafnvel þótt fallizt sé á þann skilning, eru höfuðtakmörk og helztu kenningaratriði kirkjunnar samt auð- greind. Þau eru innan Nýja testamentisins, bundin við frásögn postulanna og annarra frumlærisveina Drottins Jesú um per- sónu hans, líf hans og starf. Kristna kenningu er ekki unnt að byggja á öðrum heimildum, kristin kirkja verður ekki reist á öðrum grunnni. Vér getum ekki komizt nær sannindunum um Krist og boðskap hans, en með því að leita til postulanna og annarra frumlærisveina. Menn geta að sjálfsögðu spurt þess, hvort Nýja testamentið geymi í sinni núverandi mynd frásagnir postulanna og læri- sveina þeirra. Og hægt er að fullyrða, að rannsóknir hafa leitt það í ljós. Þess vegna er engum manni, sem vill telja sig krist- inn, heimilt að víkja út af þessum grundvelli. Haldi hann því fram, að postularnir hafi í einhverjum meginatriðum rang- fært ummæli Krists eða misskilið hann, liggur í augum uppi, að hann stendur þó sjálfur ólíkt verr að vígi, tuttugu öldum síðar, að færa þetta til rétts vegar. Meginhlutverk guðfræð- inganna hlýtur þess vegna jafnan að vera það, að tileinka sér sem bezt efni Nýja testamentisins, skilja það sem ýtarlegast og túlka það á sem beztan hátt. Þessi skilningur felst raunar í orðinu „lútherskur", því að það var uppistaðan í uppreisn Lúthers gegn kaþólsku kirkjunni, að kirkjan ein, og Nýja testamentið sérstaklega, skæru úr um það, hvað kristnum mönnum væri skylt að halda sig við í kenningunni, en ekki boð páfa né fyrirmæli kirkjufunda. Kiikjustjórn og kiikjuagi. Það leiðir af sjálfu sér, að vegna þess, að kirkjan er ákveðin og afmarkaður félagsskapur, hlýtur að vera til kirkjustjórn og kirkjuagi. Kirkjuþingslögin veita þjóðkirkjunni meira sjálffor- ræði og auka með þeim hætti ábyrgð kirkjustjórnarinnar og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.