Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 19

Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 19
SAMVINNUNEFND NORRÆNNA PRESTAFELAGA 257 ir til trúnaðarstarfa. — í norrænum löndum væri náið samband milli kirkju og þjóðar, og kirkjan innrætti mönnum virðingu fyrir lögum og rétti („Vár lagbundna frihet“.) Réttlætis og kærleikskrafan væri krafa kirkjunnar. Norrænar kirkjur gæti því sameiginlega gert sínar kröfur t. d. til þeirra, sem hafa valdið yfir fangabúðunum. Skoðunum sínum getur hin nor- ræna kirkja komið á framfæri, sagði biskup, með því að hafa samvinnu bæði inn á við og út á við. í öðru lagi með fræðslu, frétta-útgáfu og fræðibókum, og í þriðja lagi með því að styðja það, sem þegar er verið að gera til þess að kynna starf nor- rænnar kirkju, og nefndi biskup þar sérstaklega samkirkjuráð Norðurlanda, (Nordisk Ekumenisk Institut), sem dr. Harry Johansson veitir forstöðu. Endaði biskupinn ræðu sína á því, að segja, að norrænar kirkjur ættu að undirbúa sig sameigin- lega undir heimsþingin. Niinivara prófastur flutti hitt framsöguerindið. Taldi hann að einn aðalvandinn væri sá, fyrir kirkjuna, að láta til sín heyra. Hún yrði að nota áróðurstökin. Kirkjunnar rödd heyrist raunar víða. Fyrir utan almennar guðsþjónustur eru útvarpsmessur, fermingarundirbúningur, blöð o. s. frv. Samt höfum við á til- finningunni, að rödd kirkjunnar sé ekki heyrð. — Þá kemur spurningin: Hvað vill kirkjan? Kirkjan hefir sitt sérstaka hlut- verk. — En hversu langt nær það út fyrir sjálfa helgiþjónustuna eða hina beinu boðun fagnaðarerindisins? — Það þarf nýjan skilning á gildi kirkjunnar og fagnaðarerindisins, t. d. í sam- bandi við stjórnmálin. Menn miða mest annaðhvort við aust- Ur eða vestur. Er það ekki hlutverk kirkjunnar að fá menn til að taka annað sjónarmið? Um bæði erindin urðu nokkrar umræður. Fundarmenn heimsóttu hús það, er skáldið Runeberg hafði átt heima í. Alt er þar varðveitt í því horfi, er var á hans tíð. Síðan var ekið til Helsingfors og þeginn miðdegisverður á hinu nýja matsöluhúsi háskólans. Um kvöldið var almenn guðsþjón- usta í Jóhannesarkirkjunni, og píédikuðu dr. Thorolf Goddal dómprófastur og undirritaður. Finskur prófessor túlkaði ræð- urnar. Að lokinni guðsþjónustu þáðu fundarmenn kaffiboð hiá 17*

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.