Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 35
ÆFI JESÚ 273 dóma. Auk þess á hann sem landshöfðingi að senda til Rómar skýrslu um alla helztu atburði. Meðan Sejanus var á lífi, þurfti hann ekkert að óttast. Nú var mikilli gagnrýni beint að honum frá Róm. Allt bendir ti'l þess, að réttarhöldin gegn Jesú hafi átt sér stað eftir fall Sejanusar. Það bendir til páskanna árið 32 alveg eins og tímatal Jóhannesarguð- sjalls. Loks styður margt í guðspjöllunum þetta. Hefði dómurinn yfir Jesú verið felldur fyrir árið 30, þá hefði öldungaráðið getað framkvæmt hann með grýtingu án staðfestingar rómverskra yfirvalda. En Sejanus svipti öldungaráðið þeim rétti jafnframt myntsláttu sinni. Og á margan annan hátt sýndi hann móðgun öldungaráðinu. Eftir það varð ekki hafin málsókn gegn villkennendum nema með leyfi landstjórans rómverska. En Gyðingar reyndu að halda sína fundi á laun og fá flugumenn til þess að fullnægja lífflátsdómunum. III. JóhannesarguðspjaU kann bezt skil á lögum Gyðinga varðandi viUu- menn. Akvæði þeirra varpa skýru ljósi yfir Jesú allt frá þeirri stundu er hann brýtur sjálfur viljandi og vitandi vits við Betestalaug lög ísraels °g hvetur fylgjendur sína tU hins sama. Eftir það verður framkoman við hann öll samkvæmt því sem vænta mátti af lögunum um villutrúarmenn. Sjálfur þekkti hann þá löggjöf út í æsar. Aðalákvæðin í þessari löggjöf á dögum Jesú voru þau, að sá, sem viljandi og vitandi vits vanhelgaöi hvíldardaginn eða bryti nokkuð ann- að í Móselögum, er hannn hafði verið varaður við, hefði unnið til grýting- ar.. Oldungaráðið í Jerúsalem gat eitt fjallað um mál villumanna. Villu- trúarmann skyldi taka af lífi fyrir utan múra Jerúsalem, í viðurvist sem flestra og svo nálægt pílagrímahátíðunum miklu sem auðið yrði, til þess að sem flestir fengju viðvörun. Átti öldungaráðið í öllum stærri málum að senda söfnuðum Gyðinga í dreifingunni um heiminn skýrslu sína, rétt- arhöld, dóm og aftöku. Þá er víllutrúarmaðurinn hafði verið grýttur í hel, skyldi lík hans fest á kross til sólarlags og því næst dysjað í grafreit glæpamanna. Þar sem grunur lá á um villtrú, gat öldungaráðið gert út rannsóknara, er yfirheyrðu villutrúarmanninn. Ef hann reyndist sannur að sök, áttu þeir að taka liann fastan og flytja hann sem fanga til Jerúsalem. Öll- Um brögðum mútti beita, er villutrúarmaður átti í hlut, og afnema alla venjulega réttarvemd. Öldungaráðinu var einnig heimílt samkvæmt lög- um Sejanusar að lláta handtaka menn. En það mátti ekki gerast utan Júdeu, ef landshöfðinginn lagði bann við því. 18

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.