Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 28
Nordiska Elnimeniska Instíiutct
— Kirknasamband Norðurlanda
Stofnun þessi gengst fyrir því, að sem nánust samvinna verði
milli Norðurlanda-kirknanna. Höfuðstöðvar hennar eru í Sig-
túnum í Svíþjóð, en forstöðumaður er dr. Harry Johansson,
sem lcunnur er að ósérplægni, dugnaði og gáfum. Fáir menn
á Norðurlöndum munu vera kunnugri kirkjumálum í hinum
ýmsu löndum heims en hann, og fáir leggja sig betur fram í
því að efla bæði þekkingu og skilning á þeim málum, er snerta
Norðurlönd sérstaklega.
Stjórnarfundur norræna kirknasambandsins var haldinn í
Bástad í Svíþjóð (Skáni) hinn 19. maí síðastliðinn, en að hon-
um loknum fór fram kirkjulegt mót með fyrirlesurum og öðrum
þátttakendum frá öllum Norðurlöndum. Biskup íslands á sæti
í stjórn kirknasambandsins, en vegna forfalla hans mætti und-
irritaður í hans stað.
Fundarstjóri var prófessor Skydsgaard frá Kaupmannahöfn.
Framkvæmdarstjórinn lagði fram skýrslu um liðið starfsár, og
ennfremur fjárhagsáætlun. í henni er gert ráð fyrir, að íslenzka
kirkjan leggi kr. 500.00 sænskar til starfsins á þessu ári. Finnar
kr. 908.00, Norðmenn kr. 2000.00, Danir kr. 1500.00, en Svíar
kr. 21400.00. — Aðrar tekjur frá sænskum aðilum kr. 20185.60.
Gjöld eru áætluð rúmlega 50 þús. kr. (sænskar.)
Stjórn næsta starfsárs var kosin. Formaður er Kristian Hans-
son ráðuneytisstjóri frá Osló, varaform. Manfred Björkquist
biskup frá Svíþjóð. Formaður í starfsnefndinni er próf. Skyds-
gaard. — Aðrir stjórnarmenn eru dr. Asmundur Guðmundsson
biskup, próf. Nikolainen frá Finnlandi og próf Westén frá
Noregi.
Kirknasambandið gekkst fyrir samnorrænum fundi dag-
ana 20.—23. maí í Bástad. (Verður sagt frá honum í næsta