Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 23
VERTU VIÐBÚINN
261
ýmsu nýlendum þeirra, bæði á Indlandi, í Afríku og á Möltu.
Á þessum árum ferðaðist hann mikið, meðal annars til Ameriku.
Hækkaði hann stöðugt í tign innan hersins, en beztan orð-
stír gat hann sér í Búastríðinu svonefnda, er hann stjórnaði
vöm Mafeking borgar. Eftir það var Baden- Powell talinn með-
al snjöllustu herforingja Breta. Það var þó ekki herþjónustan
eða starfið fyrir föðurlandið á þeim vettvangi, sem gerðu hann
heimsfrægan, heldur starf hans fyrir æskulýðinn með stofnun
skátafélagsskaparins. Mun hann alllengi hafa hugsað sér að
stofna til félagsskapar fyrir drengi, þar sem heilbrigt útilíf
væri einn höfuð þátturinn. En fyrstu tilraunina í þessa átt
gerði hann sumarið 1907, á Brovnea eyju í Thames, en þar
hafði hann safnað saman 20 drengjum úr ýmsum stéttum, er
dvöldu þar í sumarbúðum um nokkurt skeið. í sumarbúðum
þessum fóru fram leikir og íþróttir, sem miðuðu að því að örva
athyglisgáfu drengjanna, þeir hugsuðu að öllu leyti um sig
sjálfir og vöndust á að bjarga sér eftir beztu föngum. Einnig
voru þeir æfðir í margskonar hjálparstarfi, til þess að efla sið-
ferðisþroska þeirra og ábyrgðartilfinningu.
Tilraunir þessar gáfust mjög vel og varð þetta upphaf skáta-
felagsskaparins svonefnda, en ári síðar gaf hann út hina fyrstu
skátabók. Brátt náði þessi hreyfing mikilli útbreiðslu og fékk
fast félagsform. Árið 1910 fékk B. P. lausn frá herþjónustunni
°g upp frá því helgaði hann skátastarfinu alla krafta sína. Leið
ekki á löngu, áður en skátafélagsskapurinn varð mjög útbreidd-
ur í Bretlandi bæði meðal pilta og stúlkna, og hefir síðan farið
sigurför um öll lýðfrjáls lönd.
Hingað til íslands barst hann 1912, og nú eru skátafélög pilta
°g stúlkna starfandi í flestum kaupstöðum landsins. Hér er
því félagsskapurinn svo kunnur, að óþarft mun vera að
fjölyrða um hann, í einstökum atriðum. Nægir að tilfæra hér
skataheitið, sem allir verða að vinna, sem í félagsskapinn
ganga: „Ég lofa því að gera það, sem í mínu valdi stendur,
fil þess að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina og halda
skátalögin." En í skátalögunum eru gefnar heilbrigðar lífsreglur,