Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 6
244
KIRKJUTUTIÐ
miklu fremur að móta aðstöðu okkar til hinna eilífu verðmæta,
þess alls, er snertir „upphaf og enda, Guð og mann, og lífsins
og dauðans djúpin.“
Þess vegna segir kirkja Krists enn í dag við samtíð sína, eins
og Kristur mælti við lærisveinana forðum: Hjarta yðar skelfist
ekki, trúðu á föðurinn, trúðu á frelsarann, trúðu á framtíðina,
sem liggur fyrir utan skynheim hins daglega lífs.
Fyrir nokkru lagði maður nokkur fyrir mig þessa spurningu:
Hvað hefir kirkjan upp á að bjóða? Maðurinn bar fram spum-
ingu sína með hæðnissvip, og það var auðheyrt, að hann hafði
svarað henni fyrir sjálfan sig á þá leið, að hann teldi kirkjuna
ekki hafa neitt það upp á að bjóða, sem vert væri um að tala.
Auðvitað risti þessi maður ekki mjög djúpt, en þeir eru ærið
margir, sem busla á sömu grynningunum.
Er ég lít til baka yfir þessar yndislegu og ógleymanlegu sól-
skinsvikur, sem ég hefi dvalið hér á landi í sumar, minntist ég
þess, hvað kirkja íslands hefir boðið þessari þjóð í þúsund ár.
Við vorum minnt á það í Skálholti. Þess verður aftur minnzt á
Hólum næstu helgi. Nýlega er lokið hinni eftirminnanlegu nor-
rænu prestastefnu, sem sannarlega gaf okkur, sem hana sóttum,
hugmynd um þann boðskap, sem kirkja frændþjóðanna í skand-
inavisku löndunum hefur boðið og býður upp á í þessum lönd-
um. Það er hreinn og ákveðinn boðskapur. Ég gæti flutt langt
mál um það, hvað kirkjan hefir gert fyrir íslendinga vestan hafs,
hvernig hún varð þeim, bókstaflega talað, eldstólpi um nætur
og skýstólpi um daga á eyðimerkurför þeirra um ókunnar heims-
álfur meðal framandi þjóða. Kirkjan hefir gegnt tvöföldu hlut-
verki þar. Hún hefir staðið vörð um trúarlegan og menningar-
legan arf íslendinga, hún hefir um áttatíu ára skeið hvatt ís-
lendinga til að trúa á Guð, og trúa á köllun sína sem menn. ís-
lendingar vestan hafs hafa þjarkað um kirkjumál, og þá hefir
oft sviðið undan boðskap kirkjunnar, en hvergi í heimi hafa is-
lenzkir menn lagt eins mikið á sig, fórnað jafn miklu fyrir kirkj-
una og einmitt þar. Þeir hafa gert þetta vegna þess, að kirkjan
kom ávalt til þeirra, þegar fór að verða reimt í kringum þá og
Ijósin tóku að slokkna. Þá kom hún með boðskap Krists um