Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 7

Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 7
HJAkTA YÐAR SKELFIST EKKI 245 sigurmátt hins góða. Þegar veikindi steðjuðu að, vonsvik, elli og þegar dauðann bar að garði, flutti kirkjan þeim þann sama boðskap, sem hún flytur ávalt, þar sem hún er sjálfri sér trú, um Guð föður, frelsarann og föðurhúsin á himnum. Trúðu á Guð. Menn eru sífellt að spyrja: Hvaðan? Hvert? Hversvegna? Svarið við öllum slíkum spurningum er Guð. Guð ræður. Guð ræður öllu vel. Eins og hjörturinn þráir vatnslindir, svo þráir sála mín þig, ó, Guð. Sýn þú oss föðurinn, og þá nægir oss. Það er hin eilífa bæn mannsins. Minnstu þess vinur, einkum þegar róðurinn gengur þunglega og þér finnst dimmt í kringum þig, þú ert ekki einn. Segðu ekki aðeins: Drottinn, nú er dimmt í heimi, heldur einnig: Drottinn, vertu nú hjá mér. Kona ein var að reyna að skýra guðshugtakið fyrir syni sínum ungum og sagði: Hann pabbi þinn elskar þig, og vill gera allt fyrir þig. Treystu Guði, eins og þú treystir honum pabba þínum, mundu aðeins, að Guð er hinn himneski og almáttugi faðir þinn. Það var trúin á föðurinn, sem styrkti Jesú sjálfan í baráttu hans og dauðastríði. Trúðu á mig, segir Jesús. Margir, sem þó telja sig kristna, hafa ekki gert sér neina ákveðna grein fyrir Kristi, hvort hann er aðeins mynd í bók, nafn á spjöldum sögunnar, eða hvort hann geri nokkurn mun til eða frá. Þar sem svo er komið, hafa menn borizt með straumnum óravegu frá hinni upphaflegu kristin- dómsboðum, eins og hún er flutt, t. d. hjá Páli postula í kapí- tulanum, sem pistil-lexía dagsins er tekin úr, en þar segir: ... >,Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég hefi einnig með- tekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, °g hann var grafinn, og að hann er upprisinn á þriðja degi sam- kvasmt ritningunum, og að hann birtist Kefasi og siðan þeim tólf _ vér prédikum þannig, og þannig hafið þér trúna tekið.“ Sjálfur segir Jesús um sjálfan sig: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Hann hefir sagt okkur allt, sem við vitum um Guð, og Éf með Guði er óhugsandi án samfélags við hann. Trúðu á framhald lífsins út fyrir gröf og dauða. Ef þú átt þá trú í hjarta þínu, muntu einnig hafa glögga meðvitund um þá ábyrgð, sem hvílir á þér sem ódauðlegri vitundarveru, um það

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.