Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 36
274
KIRKJUBITIÐ
Frá þessari löggjöf fellur ljós yfir arrnan þáttinn í starfsemi Jesú. Hann
kemst einhvem veginn undan ofsóknuram sínum, frá Jerúsalem og til
Galíleu. Féndur hans em nú bæði Farísear og Saddúkear og taka þeir
höndum saman gegn honum. En til Galíleu náði vald öildungaráðsins
ekki, ef landshöfðinginn þar, Heródes Antipas, víldi vernda Jesú.
Kapemaum verður nú starfsvið Jesú. Þegar fiskveiðarnar miklu hefj-
ast í nóvember árið 30, kallar hann Pétur á ný. Fylgjendum hans fjölgar
ört, en jafnframt verður hörð barátta við Jesú af hendi Fariseanna, og
rannsóknarar öldungaráðsins hafa gætur á Jesú leynt og ljóst, eins og lög
stóðu til. Jesús velur sér á þessum tímum 12 postula — hann stofinar með
þeim hætti hinn nýja og sanna Israel og gagnstætt þeim, sem hann hefir
skilið við og ofsækir hann. Frá þessum tímum sáningar og storma munu
vera flestar dæmisögur Jesú. Svo mun einnig um undursamleg verk
hans. Um sama leyti veitir hann viðtöku sendimönnum Jóhannesar. Síð-
an fær hann fregnina um dauða hans, að líkindum í ársbyrjun 31.
Litlu seinna sendir Jesús postula sína um landið.
Þegar líður að páskum árið 31, vill Jesús ekki fara upp til Jerúsalem
Þess vegna heldur hann páskana í Galileu með mettuninni miklu. Jó-
hannesarguðspjallið skýrir rétt tilgang Jesú og pólitiskan misskilning
mannfjöldans á Messíasartign hans.
í Jerúsalem verða mikil vonbrigði yfir því, að Jesús kemur ekki. Of-
sóknir villutrúarmanna ægja lærisveinum Jesú af hállfu öldungaráðsins.
Ymsir þeirra bregðast. Jesús vantreystir Heródesi Antipas. Hann nefnir
hann ref. Hann hörfar undan til umdæmis Filippusar bróður hans. Þar
ber Pétur fram játningu sína. Jafnframt kveða rannsóknararnir upp það
álit, að Jesús vinni undursamleg verk. En hann prédikar um leið óhlýðni
við Lögmálið og er þannig villutrúarmaður, sem afvegaleiðir þjóðina.
Hann vinnur verk sín í nafni Satans, er Samverji og hefir óhreinan anda.
Skömmu eftir játningu Péturs tekur við ummyndun Jesús. AD.lt í einu
kemur hann fram í Jerúsalem á laufskálahátíðinni og býður öllum, sem
þyrstir eru, að koma til sín og drekka. Öldungaráðið sendir lögreglu-
lið til þess að bandtaka hann. En það kemur aftur jafn nær. Þá á að
dæma hann fjarverandi. En Nikodemus þekkir lögin og andmælir lög-
leysunni (Jóh. 7).
Enn brýtur Jesús sabbatsboðið opinberlega með því að lækna blind-
fæddan mann á hvíldardegi. Sá maður er gjörður samkundurækur, af
því að menn óttast fylgi Jesú. En Jesús ferðast stað úr stað. A must-
erisvígsluhátíðinni í desember kemst hann nauðulega undan grýtingu,
sem er að hefjast. Þá dvelst Jesús í landinu austan Jórdanax, utan vald-