Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 37
ÆFI JESÚ
275
sviðs öldungaráðsins. Þar fær hann fregn um það, að Lazarus sé orðinn
veikur. Þrátt fyrir þungan kvíða lærisveinanna heldur Jesús til Olíu-
fjallsins. Uppvakning Lazarusar, sem þjóðin telur byrjun að upprisu
dauðra á Olíufjallinu og stofnun Guðs ríkis þegar í stað, veldur því, að
aukafundur er haldinn í öldungaráðinu. Þar sannfærir Kaifas aMa um það,
að Jesú verði að deyða, til þess að Rómverjamir taki ekki land þeirra
°g þjóð. Stjórnmálastefna hans er sú, að friður ríki í lamdi, undir því er
einnig komið álit hans í Róm. Yrði nú Messíasaruppþot rétt eftir fall
Sejanusar, væri úti um stöðu hans. Jesús er dæmdur tfl dauða, þótt hann
sé ekki viðstaddur, en honum áskilinn 40 daga áfrýjunarfrestur (sbr. Jóh.
11,53,57).
Jesús heldur nú yfir Jórdan og til Jeríkó, gistir þar hjá Zakkeusi
toíllheimtumanni og er fagnað sem Messíasi. Menn vænta þess, að Guðs-
ríki sé að renna upp. Jesús andmælir kröftuglega öllum pólitískum eftir-
væntingum og bendir á það, að leið þjáninganna sé leiðin til Guðs.
En jafnvel lærisveinamir skilja hann ekki. Smurningin í húsi Símonar
likþráa á OlíufjaHinu var frá hendi Mariu hylling á Jesú sem Messiasi,
en Jesú beinir hugsunum að því, að dauði hans fari í hönd. Við innreið
hans í Jerúsalem bera pálmagreinarnar vitni um það, að frelsiskonungur-
inn Messías sé hylltur pólitískt. En Jesús andmælir með því að velja sér
asna til reiðar, meinlausa skepnu óvopnaðra manna. Jafnframt veit hann,
að brátt mun nýr Nebukadnesar eða Pompejus standa í Jerúsalem, ef
ðorgin og landið hverfa ekki til lians.
Viðburðimir næstu daga sýna það, að ekki er unnt að handtaka Jesú
opinberlega. Þá verður uppreisn. Þess vegna reyna menn með öllu móti
að fá Jesú til þess að tala af sér um stjómmál eða trúmál. En það mis-
tekst gersamlega. Jesús ber svo ósegjanlega langt af andlega, að enginn
þorir framar að veiða hann í orði. Hann gersigrar andstæðinga sína.
Oldungaráðið gat engar vonir gjört sér um það að fá staðfesting
Rómverja á dómi Gyðinga fyrir vilutrú. Þess vegna reið á að fá póli-
tiskan höggstað á Jesú. En tíminn var naumur. Júdas, eini maðurinn
1 postulahópnum, sem ekki er Galilei, tekur að sér að gerast sannur
Israelsmaður. Það er skylda allra eftir dauðadóm öldungaráðsins að
segja til um dvalarstað Jesú. Þessa skyldu tekur Júdas að sér. Stórkostleg
aætlun er gjörð: Skæmhernaður eins og gegn ræningaforingja eða fals-
kóngi á skírdagsnótt. Olíufjallið er umkringt og skipulögð leit hafin þar.
Aður hefir Jesús haldið páskahátíð með postulum sínum — aðeins sól-
arhring fyr en venjulegt var. Þá breytir hann að lokum páskamáltíð
Gyðinga í kristilega kvöldmáHtið. Því næst heldur Jesús út til náttstaðar