Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 8
246 KIRKJUKITIÐ hvernig þú ferð með gjafir Guðs, tímann, tækifærin og hæfi- leikana, sem Guð hefir gefið þér. Kristur vinnur að því að undirbúa okkur það herbergi, sem okkur hentar bezt, hverjum eftir sínu lunderni, háttum og trú. Það er að vísu satt, að við vitum ekki mikið um himininn, hvar hann er, eða hvemig þar er umhorfs. En við vitum, að Kristur er þar, og við treystum því, að þeir séu þar einnig, sem við höf- um elskað og í bili misst. Þessi trúararfur er sameign íslendinga, hvar í heiminum sem þeir dvelja. En eins og kunnugt er, dvelja íslendingar aðallega á tveimur stöðum í heiminum, hér á íslandi og í Ameríku. Eg leyfi mér nú að flytja yður, sem á mig hlustið, kveðjur frá íslend- ingum vestan hafs. Þar eru enn margar þúsundir manna, sem mæla á íslenzka tungu, og ennþá fleiri þúsundir fólks af íslenzk- um ættum, sem mæla nú ekki lengur á tungu feðra sinna, en eru þó meðvitandi um uppruna sinn og finna til metnaðar hans vegna. Þetta fólk hefir efnt til tvenns konar félagssamtaka til verndar og viðhalds hinum tvíþætta þjóðararfi sínum, annars vegar er Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, og hins vegar kirkju- félögin. Eg flyt yður sérstakar og innilegar kveðjur frá Þjóð- ræknisfélaginu og frá Hinu Ev. Lútherska Kirkjufélagi íslend- inga í Vesturlieimi, en eins og stendur, veiti ég þessum félög- um báðum forstöðu. Kirkjufélagið hefir nú nýverið haldið 72. ársþing sitt. Þetta félag er mótað af þeirri trúarsannfæringu, sem túlkuð er í texta mínum. Allmikill fjöldi Vestur-íslendinga heimsækja ísland á hverju ári, mörgum þar vestra er ísland enn landið helga, sem stendur í ljómandi minningu æskuáranna. Þeir sem koma hingað að vest- an finna ekki lengur það land eða þá þjóð, sem feðurnir töluðu um á frumbýlingsárunum vestra. Þeir námu landspildu í Can- ada, og nefndu Nýja-ísland. Nú skilst mönnum, sem komu þaðan hingað, að Nýja-ísland er ekki í Canada, það er hér. Sjá, allt er orðið nýtt, má vissulega segja um þetta land, framfarir þess á sjó og landi og í lofti. Þessu fagna íslend- ingar vestan hafs. Við, sem hér höfum dvalið í sumar, þökk- um fyrir allan kærleika og gestrisni, sem við höfum notið her,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.