Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1957, Side 16
254 KIRKJUBITIÐ Þrátt fyrir andvaraleysi og veikleika okkar prestanna. er ég sannfærður um, að söfnuðunum er ekki nógu ljóst, hve mikil smíði þeirra við erum, og hvern þátt þeir eiga í því, að kirkj- an er jafn veik og vanmáttug og þeir kvarta um. Nýjar kirkjur, — ný kristnitúlkun. Eftir síðari heimsstyrjöldina hafa kristniboðar frá Evrópu sums staðar orðið að hörfa af starfssvæðum sínum. Svo er m. a. í Kína og víðar í Asíu, Þar með er ekki sagt, að kristindóm- urinn hafi kulnað út. Innfæddir menn hafa tekið upp merkið og gegna nú allri þjónustu í söfnuðinum. Ganga af því sannar sagnir, að þetta takizt víða vel, og kirkjulífið sé í blóma. Óvíða sækir kristnin á. En form og túlkun ber að vonum annan svip en meðal vor. Sumt skilja þessir menn með öðrum hætti, annað sýna þeir í nýrri mynd. Nýlega sá ég í þýzku blaði myndir frá Afríku af sýningu píslargöngunnar. Þær bentu til, að hún hefði ver- ið nýstárleg en áhrifarík. Og náttúrlega er ekki þess að dyljast, að vér hvítir menn sitjum ekki uppi með allan sannleikann á þessu sviði (þ. e. útskýringu Ritningarinnar), frekar en öðr- um, enda langt frá því, að vér höfum kafað þar enn til botns. Biblían heíir þá á réttu að standa. Svo heitir bók eftir þýzkan fræðimann, Werner Keller. Hef- ir hún verið þýdd á margar þjóðtungur, og er mikið keypt víða um heim. Bók þessi skýrir frá uppgreftri í nálægari Austur- löndum og sýnir fram á, að Gamla testamentið er áreiðanlegt sögurit, og miklu nákvæmari heimild en margir hafa vilja vera láta á síðustu áratugum. Bókin er skrifuð í alþýðlegum stíl og auðlæs hverjum manni. Og hún er tímabær ábending. Gagn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.