Kirkjuritið - 01.06.1957, Qupperneq 43
BÆKUK
281
En úrbótin er ekki minna virði en meinakönnunin, viðhorfið til hinna
afvegaleiddu og bágstöddu. Hörmulegasti þátturinn finnst mér Útlagi.
Sú saga er Ijót, sé hún sönn. Ekki ljótust af Bjama, söguhetjunni, þótt
myrkur haturs hans sé nístandi ömurlegt. En glæpur þjóðfélagsins í garð
hans er hroðalegur, — þótt hann væri efalaust blint óviljaverk. Breyttar
og bættar ástæður munu sem betur fer vama því, eins og sakir standa, að
sú saga endurtaki sig bókstaflega. En því miður getur alltaf hent sig, að
við með skilningsleysi leggjum meiri eða minni fjötra á náungann, og eins
<ið „betrunarvistin“ snúist, sakir misskilnings og ranglætis, upp í forherðing.
Sennilega er svo Guði fyrir að þakka, að í dag er öllu meiri mannúð
rikjandi á íslandi og betri aðbúð lögbrotamanna en í flestum löndum
heims. Því þetta er öld hinna miklu ofsókna, — jafnvel pyndinga og réttar-
morða. Og m. a. af því að við höfum daglega fregnir af slíku, er þessi
bók tímabær og hollur boðskapur manns, sem hefir horft upp á marga
þjáða menn, og veit, að þeir þarfnast skilnings sér til bjargar.
G. Á.
t-------------------------1
------------j Erlenddr frcttir j--------------------
4«——■———*—.—4
Diakonissuár. Víða um heim skortir nú hjúkrunarkonur og líknar-
systur. Gerð hefir verið athyglisverð tilraun til þess að bæta nokkuð úr
þessu í Vestur-Þýzkalandi. Þar hefir verið stofnað til svokallaðs „dia-
konissuárs". Skorað er á ungar stúlkur að verja einu ári til starfa í sjúkra-
húsum og elliheimilum og öðmm slíkum stöðum. Segir í einu ávarpinu um
þetta: „Ekki geta allir gert þjónustu við bágstadda að ævistarfi sínu. En
sérhverjum er fært að vera hér til fyrirmyndar í eitt ár.“ Sagt er, að þetta
hafi þegar gefið góða raun.
Aður ókunnar katakombur (neðanjarðargrafreitir) fundust fyrir fá-
um mánuðum síðan í Bóm. Em þar margar eftirtektarverðar veggmyndir
bá fyrstu öldum kristninnar.
Pólkirkja. Stórþjóðimar keppa nú hver við aðra um að rannsaka Suð-
urskautslöndin og leggja þau undir sig. Þar er að „byggjast“ sjötta heims-
álfan. Bandaríkjamenn era þarna fremstir í flokki. Eitt af útbúnaði er
„seglkirkja“, sem reist er á ísnum og prestur messar í á helgum dögum.
Eylgir sögunni, að hún sé vel sótt hina lömgu og myrku vetrarmánuði.